Skráningarfærsla handrits

AM 67 8vo

Syrpa ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-3r)
Efnisyfirlit yfir bl. 16-54 (í 5 efnisþáttum)
Athugasemd

Er einnig efnisyfirlit yfir kvæðasafn (nr. 6-61 [66]) sem ekki er lengur í handritinu.

2 (3v-4r)
Heilræði
Upphaf

Öngvum styggð né ólund sýn

Athugasemd

Á spássíu stendur: Erindi úr Hítardalskveri annó 1677.

Á bl. 5, sem upphaflega var autt, eru nú athugasemdir um tímatal og stjörnufræði.

3 (6r-15r)
Kong Maytz bréf og taxti, útgefin þann 16. desembris annó 1619
4 (16r-16r)
Kvikfjárlag á vör
Efnisorð
5 (17r-19v)
Hvörninn tíunda skal fríða og dauða peninga í sérhvörju héraði
Efnisorð
6 (19v-20r)
Tylftir umhverfis Ísland
Titill í handriti

Tylftir í kringum Ísland

Athugasemd

Er ekki með í efnisyfirliti.

7 (20r-20v)
Annáll 874-1492
Athugasemd

Er ekki með í efnisyfirliti.

Efnisorð
8 (20v-27v)
Búalög
Skrifaraklausa

skrifuð úr kvöri Skafta Sigurðssonar fyrir sunnan og vestan, skrifuð á Helgafelli annó 1664

Efnisorð
9 (27v-28r)
Bergmál - Dvergmál
Höfundur

Hallgrímur Pétursson

Upphaf

Mun Guð marga til dómsins kalla

10 (28v-53v)
Stuttir brúðkaupssiðir
Skrifaraklausa

skrifaðir eftir kveri síra Illuga annó 1664

11 (54r-54r)
Maríuvísa
Titill í handriti

Fyrir Maríu minni

Athugasemd

Framan við eru lokin á sams konar vísu til Krists.

Efnisorð
12 (55r-61r)
Lögfræðilegt efni
Athugasemd

Útdráttur úr lögunum: Dómur um vín og bakstur, Kvikfé í Fiskivatnsréttum (Mýrasýslu), Fjármark.

Efnisorð
13 (63r-78r)
Fróðleikur og kveðskapur úr Íslendingasögum, fróðleiksþættir og yngri kveðskapur
Athugasemd

M.a.: Orðatiltektir úr Njálu, ætt Svalbarðs-Jóns, latnesk klausa úr sögu Karla-Magnúsar og Áratal um Íslands bygging.

14 (79r-86v)
Siðferðilegur fróðleikur
Titill í handriti

Nokkrar spurningar með úrlausn

Skrifaraklausa

skrifaðar 1677

Athugasemd

Siðferðilegt efni og heilræði, gátur og vísur, fróðleikur um stjörnufræði og historía um sjö vísu meistara myrkvaræðu.

15 (87r-88r)
Hvernig kristinn maður skal iðka Davíðs saltara
Titill í handriti

Ein fögur og nytsamleg undirvísan og áminning hvörninn kristinn maður skal réttilega og skikkanlega iðka þann h. Davíðs saltara

16 (88v-100r)
Kvæði og sálmar eftir ýmiss skáld
17 (100r-102v)
Um svall og drykkjuskap
Titill í handriti

Um svall og drykkjuskap

Athugasemd

Á síðustu hálfu síðunni er fróðleikur um persónuleika Krists.

18 (103r-107v)
Rímvísur
Titill í handriti

Kerlingarrím

Skrifaraklausa

skrifaðar Helgastöðum annó 1662

Athugasemd

58 erindi.

Skrifari hefur fyrst skrifað ártalið 1602. Það er leiðrétt í 1612 og síðast í 1662.

19 (108r-110r)
Tilvitnanir í latneska höfunda
Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
110 blöð (160 mm x 102 mm). Auð blöð: 5v, 15v, 16v, 61v-62 og 78v.
Umbrot

Ástand

Skorðið hefur verið neðan af blöðum 16 og 88.

Skrifarar og skrift

I. Jón Guðmundsson.

II. Ýmsar hendur.

Band

Band frá því í febrúar 1967.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi og að stórum hluta árið 1664. Aðrir hlutar þess eru tímasettir til 17. aldar í Katalog II 1892:371.

Á bl. 54v eru upplýsingar um skrifara: Ionas Gudmundi est legitimus libelli huius possessor exarati Helgafellj Anno salutis 1664 et confecti Anno 1665 die 10. januarij. Jón Guðmundsson hefur einnig skrifað nafnið sitt á bl. 107v og 110v.

Ferill

Á bl. 53v eru upplýsingar um eiganda: Þetta kver á Elín Jónsdóttir með réttu. Skrifað að Borg við Borgarfjörð MSD.

Á seðli kemur fram að við lok 18. aldar, þegar ólíkum handritshlutum var raðað saman, þá hafi verið litið á handritið sem: Ripsraps af alle slags defecter.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar tók við handritinu 14. maí 1978.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

GI skráði 19. júní 2012

Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over den Arnamagnæanske håndskriftsamling , II. bindi, bls. 371-373.

Viðgerðarsaga
Birgitte Dall gerði við handritið og batt það í febrúar 1967. Eldra band fylgdi ekki með.
Myndir af handritinu

  • Negatív filma gerð af Jóhönnu Ólafsdóttur í október 1979. Askja 259.
  • Myndir gefnar af Arne Mann Nielsen í október 1973.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Hallgrímur Pétursson
Titill: Ljóðmæli 4
Ritstjóri / Útgefandi: Margrét Eggertsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Islandske bryllupstaler fra senmiddelalderen,
Umfang: s. 151-175
Höfundur: Jón Helgason
Titill: , Islandske bryllupstaler og forskrifter fra 16. og 17 århundrede
Umfang: s. 1-49
Höfundur: Jón Helgason
Titill: , Småstykker 1-5
Umfang: s. 350-363
Titill: Íslenzk fornkvæði. Islandske folkeviser,
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Umfang: 10-17
Höfundur: Jón Samsonarson
Titill: , Um handritið AM 67 8vo
Umfang: s. 50-60
Höfundur: Jón Samsonarson
Titill: , Ljóðmál. Fornir þjóðlífshættir
Umfang: 55
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Overgaard, Mariane
Titill: AM 124 8vo: En islandsk schwank-samling,
Umfang: s. 268-317
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Brudstykker af Christiern Pedersens Jærtegnspostil i islandsk oversættelse,
Umfang: s. 211-256

Lýsigögn