Skráningarfærsla handrits

AM 55 8vo

Lög

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-6r)
Kristinréttur Árna biskups
Athugasemd

Útdráttur.

Efnisorð
2 (6r-6v)
Jónsbók
Athugasemd

Einungis hluti bókarinnar, þ.e. Fjárlag.

Efnisorð
3 (6v-7r)
Lagaformálar til að lögbjóða ómaga
Efnisorð
4 (7r-16v)
Réttarbætur
Athugasemd

Frá 13. og 14. öld.

Efnisorð
5
Konungsbréf
Athugasemd

Tvö bréf.

Efnisorð
6 (17r-22v)
Leiðbeiningar fyrir dómara
Athugasemd

Um skyldur dómara, ljúgvitni o.fl. Einnig lagaformáli fyrir kyrrsetningu.

Efnisorð
7 (22v-31r)
Réttarbætur
Athugasemd

Frá 13. og 14. öld.

Hefst á Leyfi Vilhjálms kardínála, þá alþingissamþykktir um vopnaburð og um vinnufólk. Að lokum uppbyggileg aðvörun gegn því að afneita sannleikanum.

Efnisorð
8 (31r-32r)
Tilskipun Friðriks annars um tekjur presta í Hólabiskupsdæmi
Athugasemd

Þrjár fyrstu greinarnar. Íslensk þýðing.

Efnisorð
9 (32r)
Samtíningur
Athugasemd

Tilskipun um að knýja fram upplýsingar um barnsfaðerni, ýmsir orðskviðir af uppbyggilegum toga.

Efnisorð
10 (32v-33r)
Konunglegar tilskipanir
Athugasemd

Útdráttur úr konunglegum tilskipunum frá 16. og 17. öld á íslensku og dönsku.

Efnisorð
11 (33v-72v)
Samtíningur
Athugasemd

Konunglegar kirkjureglugerðir, reglugerðir, sáttmálar, aðrar tilskipanir, alþingisdómar og aðrir dómar, mest frá 16. öld.

Vantar aftan af.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
72 blöð ().
Umbrot

Ástand

  • Skrifað á uppskafning.
  • Eyður á eftir bl. 38(?), 62 og 64.

Skreytingar

Rauðir og bláir upphafsstafir víðast hvar.

Rauðar fyrirsagnir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Bl. 32v-33r upprunalega auð.
  • Hér og hvar á spássíum eru nöfn og krot.

Band

Fylgigögn

Efnisyfirlit Jóns Sigurðssonar fylgir með handritinu í öskju.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett c1570-1580, en um 1600 í  Katalog II , bls. 361.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 12. desember 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog II , bls. 361 (nr. 2253). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 1. nóvember 1889. ÞS skráði 16. janúar 2002.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn