Skráningarfærsla handrits

AM 960 XXIII 4to

Sendibréf til Hins konunglega norræna fornfræðafélags í Kaupmannahöfn ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-2r)
Sendibréf til Hins konunglega norræna fornfræðafélags í Kaupmannahöfn
Höfundur

Frid. Jónss. Sveinsson

Athugasemd

Bréfið er svar við "Boðsbréfi til Íslendinga" um að senda félaginu alþýðlegan fróðleik

Bl. 4v autt.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
4 blöð (340 mm x 210 mm). Bl. 4v autt.
Tölusetning blaða

Blöðin hafa nýlega verið tölusett 1-4.

Kveraskipan
Tvö tvinn.
Skrifarar og skrift

Frid. Jónss. Sveinsson, snarhönd.

Skreytingar

Fyrirsögn skrautletruð með flúri og teikning af danska fánanum fyrir framan fyrsta orð sem er skrautritað.

Áritun neðst (bl. 4r) með skrautskrift og flúri.

Laufteinungar og fjaðurpenni undir nafni bréfritara.

Ýmis orð og setningar rauðritaðar með fylltum stöfum og flúri.

Smáskreytingar í stað griporða.

Band

Bundið í hefti í júlí 1984, pappaspjöld, kjölur klæddur fínofnum líndúki. Handritið liggur í öskju með AM 960 I-XXIII 4to.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi í ágúst 1850.

Ferill

Handritin AM 960 I-XXIII 4to komu í Árnasafn í Kaupmannahöfn frá Det kongelige nordiske Oldskriftselskab (Hinu konunglega norræna fornfræðafélagi) 1883.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar tók við handritinu 5. júní 1987.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði 1. apríl 2020

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 1892 (sjá Katalog II 1892:278 (nr. 2092).

Viðgerðarsaga
Viðgert í júlí 1984. Gamlar umbúðir fylgja.
Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Yelena Sesselja Helgadóttir
Titill: Alþýðleg fornfræði og Jón Sigurðsson forseti, Góssið hans Árna
Umfang: s. 81-95
Lýsigögn
×

Lýsigögn