Skráningarfærsla handrits

AM 934 4to

Ármanns saga hin yngri

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-32v)
Ármanns saga hin yngri
Titill í handriti

Ármanns saga

Upphaf

Maður hét Dalmann …

Niðurlag

… og bera nafn draummannsins.

Skrifaraklausa

Uppskrifaði eftir einu exemplari, með allgóðri hendi, sem sagt var væri eftir Membrana. Eiríkur pr(estur) Bjarnason.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
32 blöð (220 mm x 170 mm).
Tölusetning blaða

Handritið hefur nýlega verið blaðmerkt með blýanti.

Kveraskipan

Fjögur kver.

  • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 25-32, 4 tvinn.

Umbrot

Eindálka.

Leturflötur er 170 mm x 135 mm.

Línufjöldi ca 20-25.

Kaflar eru tölusettir með rómverskum tölustöfum, I. Cap. - XVII. Cap. og aftast Appendix.

Skrifarar og skrift

Með hendi Eiríks Bjarnasonar, blendingsskrift (fyrnd).

Band

Pappaspjöld klædd pappír með flæðimynstri í rauðu og bláu (230 mm x 182 mm x 10 mm). Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

Laus seðill (blár) með safnmarki og dagsetningu skráningar Kålunds.

Laus seðill með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Með hendi sr. Eiríks Bjarnasonar og tímasett til um 1800 í  Katalog II , bls. 269.

Ferill

Kom í Det Arnamagnæanske Institut frá Det Kongelige Nordiske Oldskrift-Selskab 1883.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 1. nóvember 1991.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog II , bls. 268-269 (nr. 2066). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í ágúst 1909. ÞS grunnskráði 7. nóvember 2001 og fullskráði 2. september 2020.

Viðgerðarsaga

Yfirfarið í Kaupmannahöfn í október 1991.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn