Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 751 4to

Edda ; Ísland, 1611-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-36v)
Edda
Athugasemd

Textinn er af lengri gerð; Laufás-Eddu gerð og skyldur texta AM 741 4to og AM 163 8vo.

Formáli Magnúsar Ólafssonar er ekki í þessu handriti.

1.1 (1r-24r)
Fyrsti partur Eddu; Prolougus, Gylfaginning.
1.1.1 (1r-5r)
Prologus
Upphaf

Almáttugur Guð skapaði í upphafi himin og jörð …

Niðurlag

… allt Saxland og um öll þessi lönd.

1.1.2 (5r-24r)
Gylfaginning
Titill í handriti

Gylfaginning, fyrsta dæmisaga

Upphaf

Gylfi réð þar löndum …

Niðurlag

… í fiður aunsins ? …

Athugasemd

Fyrri hluti endar óheill á blaði 24r í dæmisögu 52.

1.2 (25bisv-36v)
Annar partur Eddu.
Athugasemd

Í þessum öðrum parti er sleppt nokkrum vísum og einnig eru eyður í textanum. Þá hefur og blöðunum í þessum hluta verið misraðað (sbr. Sagnanet).

1.2.1 (25bisv-36v)
Um kenningar
Titill í handriti

Um kenningar

Upphaf

Í hinum fyrra partinum voru ritaðar frásögur …

Niðurlag

… fjöru eð[..] skerja, [Eing…]. Finis Eddæ.

Athugasemd

Texti er lítillega skertur efst á blaði 30 og á blaði 36.

2 (24v-25bisr)
Úr handfesting Friðriks kóngs
Titill í handriti

Úr handfesting Friðriks kóngs

Athugasemd

Á milli eru tvö auð blöð sem áður voru límd yfir þessar síður (sjá blöð 24bisr-25v) (sbr. Sagnanet).

Efnisröðun er hér látin taka mið af efni.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 38 + i blöð (200 mm x 164 mm) þar með talin blöð 24bis og 25bis sem eru auð.
Tölusetning blaða

  • Blaðmerkt er með bláum bláum lit 1-36 neðst í hægra horn rektó. Blöð 24bis og 25bis eru merkt með blýanti (24a og 25a).

Kveraskipan

Fimm kver.

  • Kver I: blöð 1-8; 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-16; 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-24bis-25bis-28; 5 tvinn + 4 stök blöð.
  • Kver IV: blöð 29-34; 3 tvinn.
  • Kver v: blöð 35-36; 1 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 165 null x 140-145 null.
  • Línufjöldi er ca 30-35.
  • Griporð (sjá t.d. blöð 17v-18r).
  • Fyrirsagnir og kaflatal (sjá t.d. blað 9r).

Ástand

  • Auð blöð voru áður límd yfir blöð 24v og 25r.
  • Blöðum er misraðað í handritinu (sbr. Sagnanet).
  • Strikað er yfir texta á efri hluta blaðs 15r.

Skrifarar og skrift

  • Með einni hendi; skrifari er óþekktur. Fljótaskrift.
  • Viðbætur á spássíum eru með yngri hendi (sjá t.d. á blaði 8v).

Skreytingar

Fyrirsagnir eru með stærra og settara letri en meginmálið (sjá t.d. á blaði 9r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Viðbætur eftir útgáfu Resens 1665 , skrifaðar með yngri hönd í báða hluta textans (sbr. Sagnanet).

Band

Band (210 null x 190 null x 20 null) er frá 1977.

Spjöld eru klædd fínofnum striga, grófari strigi er á kili og hornum. Ný saurblöð; eitt hvoru megin. Kver eru saumuð á móttök.

Bandið liggur í öskju ásamt eldra pappabandi.

Fylgigögn

Tveir fastir seðlar eru fremst, milli fremra saurblaðs og blaðs 1r. Þeir eru ritaðir með hendi Árna Magnússonar:

  • Seðill (127 mm x 134 mm) með upplýsingum um forritið (AM 750 4to) Eftir hendi Jóns Snorrasonar prentara. En Jón skrifaði, þá hann var á Holum, þennan tractat eftir lösnu pappírskveri sem honum var sagt að væri eign Páls Pálssonar, sem þá var á Stórahóli, og setti Jón svo saman tractat aftan við sína Snorra-Eddu. Relatio ipsius Jóns.
  • Seðill (202 mm x 157 mm) með upplýsingum um aðföng Edda Snorronis, ut dicunt, komin til mín 1706 frá mons[ieur] Halldóri Einarssyni og er mín..
  • Laus miði með upplýsingum um forvörslu bands.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi. Það er uppskrift eftir handriti með hendi Jóns Snorrasonar, þ.e. AM 750 4to (sbr. seðil). Það er tímasett til ca 1611-1700, en Kålund tímasetti til 17. aldar ( Katalog II 1889:176 ).

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá Halldóri Einarssyni árið 1706 (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 27. október 1987.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 3. júlí 2009; lagfærði í janúar 2011. DKÞ skráði handritið 20. nóvember 2003. Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?. Katalog II; , bls. 176-177 (nr. 1867).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í desember 1977.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn