Skráningarfærsla handrits

AM 732 a II 4to

Rímtal ; Ísland, 1631

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-20r)
Rímtal
Höfundur

Séra Jón Egilsson

Skrifaraklausa

Undirskrift höfundar á eftir textanum á bl. 20r ásamt dagsetningu.

Athugasemd

Íslenskt tímatal með tilheyrandi útskýringum.

Bl. 20v upprunalega autt.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
20 blöð ().
Umbrot

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Seðli með athugasemdum höfundar bætt við bl. 11.
  • Spássíugreinar víða með hendi hans en nokkrar með annarri hendi.
  • Upplýsingar um feril á saurblaði og um höfundinn á latínu.
  • Bl. 20v upprunalega autt, en á það hefur verið skrifað uppkast að bréfi um fátækraframfærslu.

Band

Band frá því í mars 1979.

Fylgigögn

Fastur seðill (195 mm x 162 mm) með hendi Árna Magnússonar: Author er scriba Eujus Calendarii est Jonas Egilli sacerdos Holensis-Hreppensium: ille ipse qvi annales Episcoporum Skalholtensium concinnavit. Getur [hafa] verið [í] eigu Hannesar Gunnlaugssonar 1665, en ég fékk það af syni hans Jóni í Reykjarfirði 1710.

Uppruni og ferill

Uppruni

Eiginhandarrit séra Jóns Egilssonar, undirritað af honum 1631.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið hjá Jóni Hannessyni í Reykjarfirði 1710, en faðir hans, Hannes Gunnlaugsson, hafði átt (sjá saurblað).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 29. september 1979.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog II , bls. 158 (nr. 1831). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?. ÞS skráði 4. október 2001.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í mars 1979. Eldra band fylgir.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson
Titill: Sýnisbók íslenskrar skriftar
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Ólafur T. Kristjánsson
Titill: , Småstykker 4. Um Kúlu-Ara
Umfang: s. 285
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Rímtal

Lýsigögn