Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 720 a XI 4to

Kvæðabók ; Ísland, 1600-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-1r)
Kvæði
Upphaf

… má það sanna …

Athugasemd

Vantar framan af.

Efni kvæðisins er siðferðilegt.

2 (1r-1v)
Vísur um sanna iðran og ávöxtu hennar
Upphaf

Post[ulinn] drottins [Páll] …

Niðurlag

… himna ljósið skæra.

Athugasemd

Kvæðið er t.d. prentað í  Vísnabók Guðbrands 2000:113-114 .

Efnisorð
3 (1v-1v)
Vísur um það sæta nafnið Jesú
Upphaf

Jesú nafn er einka sætt …

Niðurlag

… Jesú getinn með orði guðs af vífi út.

Athugasemd

Vantar aftan af.

Kvæðið er t.d. prentað í  Vísnabók Guðbrands 2000:114-115 .

Efnisorð
4 (2r-2r)
Vísur um brúðkaupið í Kana
Upphaf

Sveitin sat við borðið …

Niðurlag

… af gæsku sinni B h b a m v.

Efnisorð
5 (2v-2v)
Maríuvísur
Upphaf

Náðar sætt nafnið þitt …

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
2 blöð (196-197 mm x 125-127 mm).
Tölusetning blaða

Blöðin eru ótölusett.

Kveraskipan

Tvinn (2 blöð).

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 170-172 mm x 114-117 mm.
  • Línufjöldi er 27-29.

Ástand

  • Brot, vantar framan af og milli bl. 1 og 2.
  • Bl. 1r og 2v dökk af óhreinindum, þannig að texti er skertur.
  • Bl. 1v og 2r blettótt, en einnig er texti örlítið máður á 2r.
  • Af saumgötum og brotum í blöðunum má sjá að þau hafa einhvern tíma verið notuð í band.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, léttiskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Bl. 1r: XI, sem tákn um að handritið sé ellefti hluti í AM 720 a I-XI.
  • Bl. 2v (á efri spássíu): Viðbætur með hendi skrifara.
  • Bl. 2v (á neðri spássíu): Pennakrot, illlæsilegt.

Band

Band frá ágúst 1967 (244 mm x 248 mm x 2 mm). Pappakápa með línkili. Blöðin eru saumuð á móttak. Handritið liggur í öskju með öðrum handritum í AM 720 a I-XI 4to.

Fylgigögn

  • Jón Helgason hefur skrifað upphaf kvæðisins Vísur um brúðkaupið í Kana á tvinn sem liggur laust í pappakápunni.
  • Í öskjunni liggur laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Kålund tímasetur það til 17. aldar ( Katalog II 1894:146 ). Jón Þorkelsson telur það hins vegar skrifað um 1600 ( 1888:55 ).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. október 1988.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn í ágúst 1967.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn