Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 679 4to

Ordo ecclesiastici usus per anni circulum observandus ; Ísland, 1200-1300

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-59v)
Ordo ecclesiastici usus per anni circulum observandus
Athugasemd

Bl. 1r upprunalega autt.

Tungumál textans
Latin

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
60 blöð (268 mm x 170 mm).
Umbrot

Ástand

Hugsanlegt er að eitthvað hafi glatast úr handritinu.

Skreytingar

Á bl. 59v er pennateikning af sitjandi manneskju með jarðarkringluna í vinstri hendi og hægri hönd upplyfta (til að blessa).

Stór upphafsstafur í byrjun.

Upphafsstafir með rauðu og grænu bleki. Á spássíum eru tilvísunarmerki í sömu litum.

Fyrirsagnir með rauðu bleki.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Í handritinu eru eftirfarandi viðbætur:

  • Þar sem megintexta lýkur á bl. 59r hefur neðsti þriðjungur síðunnar verið tekinn undir bréf (á íslensku) frá Jóni biskupi í Skálholti. Bréfið er ársett 1464 og með því er fyrirkomulag guðsþjónustu í Niðarósdómkirkju tekið upp í Skálholti.
  • Á bl. 1r er grein á íslensku um fyrirkomulag guðsþjónustu og lýkur henni með upptalningu á fjórum Skálholtsbiskupum (Jóni Sigurðarsyni, Gyrði, Þórarni og Othgeiri Þorsteinssyni) og þremur prestum.
  • Bl. 60 (185 mm x 110 mm) hefur verið aukið við handritið á 15. öld. Á 60r er áminningarbréf frá Skálholtsbiskupi er virðist varða erfðamál tveggja systkina þar sem nöfnin Solveig og Steinunn koma fyrir. Eitthvað hefur glatast af textanum þar sem rifnað hefur af skinninu af efri og ytri spássíu. Á 60v eru tveir formálar fyrir Skálholtsbiskup til nota við embættisverk sín.
  • Pennaprufur og annað spássíukrot (með nokkrum mannanöfnum) er að finna á 1r, 9r, 17v, 25r, 37, 45v, 57v og 59v.

Band

Fylgigögn

Þrír seðlar með hendi Árna Magnússonar.

  • Seðill 1 (159 mm x 102 mm): Orðubók. Komin til mín norðan úr landi og skal hafa fylgt einhverri kirkju í Vaðlaþingi.
  • Seðill 2 (167 mm x 107 mm): Orðubók cum approbatione Johannes Episcopi Scalholtensis. Ég eignaðist bókina 1704.
  • Seðill 3 (125 mm x 100 mm): Þetta hefi ég accurate confererat við annað Exemplar.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til 13. aldar í  Katalog II , bls. 95. Í  ONPRegistre , bls. 462, eru íslensku viðbótartextarnir tímasettir sem hér segir:

  • 1r1-15 c1464,
  • 59r26-48 1464,
  • 60r-60v c1400-1500.

Ferill

Árni Magnússon fékk bókina norðan úr landi árið 1704 og mun hún hafa tilheyrt kirkju í Vöðlaþingi (sjá seðla).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 7. maí 1992.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog II , bls. 95-96 (nr. 1692). Kålund gekk frá handritinu til skráningar ?. Haraldur Bernharðsson skráði í febrúar 2001.

Viðgerðarsaga

Viðgert 1957.

Viðgert 1966.

Viðgert 1972.

Yfirfarið og hreinsað í apríl 1992.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Fell, Christine Elizabeth
Titill: , Dunstanus saga
Umfang: 5
Höfundur: Seip, Didrik Arup
Titill: Nordisk kultur, Palæografi. B. Norge og Island
Umfang: 28:B
Höfundur: Guðbjörg Kristjánsdóttir
Titill: Lýsingar í íslenskum handritum, Kirkja og kirkjuskrúð
Umfang: s. 93-98
Höfundur: Halldór Hermannsson
Titill: , Icelandic illuminated manuscripts of the middle ages
Umfang: 7
Höfundur: Fett, Harry
Titill: Bergens Museums Aarbog, Miniatyrer fra islandske haandskrifter
Umfang: 7
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Andersen, Merete Geert
Titill: Colligere fragmenta, ne pereant,
Umfang: s. 1-35
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Lýsigögn
×

Lýsigögn