Manuscript Detail
AM 673 a II 4to
View ImagesPhysiologus og fleira; Iceland, 1190-1210

Special character shown similar to its original form.
Contents
Physical Description
Á blöðum eru nokkrar blaða- eða blaðsíðumerkingar; blað 7 er t.d. merkt 5, 7, og 9; strikað er yfir töluna 5 og hornklofi er um töluna 9 ([9]). Á verso-hlið blaðsins stendur 58.
Skinnið er illa farið af fúa; minni og stærri göt einkenna blöðin (sjá t.d. blað 7).
- Eindálka.
- Letur- og eða myndflötur (130-135 mm x 80-85 mm) er afmarkaður við innri, ytri og efri spássíur.
Óþekktur skrifari, textaskrift.
- Pennateikningar, sjá til dæmis fílana á blaði 7.
- Fyrir utan bleklitinn, eru rauður og grænn einkennandi.
Á neðri hluta blaða 6v og 7r (um tveir þriðju hlutar á hvorri síðu) hefur verið bætt við með yngri hendi:
- (i) upphafi fjallræðunnar á latínu,
- (ii) lækningaráðum á íslensku.
Þessar viðbætur eru sagðar frá um 1500 í Katalog II, bls. 90, en þær eru tímasettar ca 1370 í ONPRegistre, bls. 461 og þar sagðar norskar.
Blöðin eru í plastvösum sem liggja í pappaöskju ásamt AM 673a I og AM 673a III.
- Seðill (164 mm x 107 mm) með upplýsingum um aðföng. Hann er í pappakápu merktri með safnmarki handrits “Skriftarlaged ä þvi sem epterfylger, þiker Magister Jone Þorkelsyne lik þeirre er var a Lucidario ä Þingvollum, nema, af hun hafe vered nockru smærre. Hier y stendur og su phrasis at remma skipid”
History
Handritið er skrifað Íslandi. Það er tímasett til um 1200 (sjá Katalog II, bls. 90, Early Icelandic Script, bls. vii-viii (nr. 10 og 11) og ONPRegistre, bls. 461).
Árni Magnússon fékk AM 673 a 4to og AM 673 b 4to frá séra Þórði Oddssyni á Völlum í Svarfaðardal, Þórður hafi fengið það frá séra Þórarni í Stærra-Árskógi, Þórarinn frá Illuga Jónssyni frá Urðum, en Illugi hafi fengið það einhvers staðar á Vestfjörðum (sjá AM 435 a 4to, blað 24v).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 2. júní 1991.
Additional
Svanhildur Óskarsdóttir bætti við upplýsingum 21. apríl 2010 og 2. maí 2019
VH skráði handritið 17.ágúst 2009; lagfræði í janúar 2011.
Haraldur Bernharðsson skráði í febrúar 2001.
Kålund gekk frá handritinu til skráningar17 ágúst 1888 (sjá Katalog II>, bls. 90-92 (nr. 1682).
GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.
Litið eftir í júní 1984.
Gert við og lagt í sýrufría plastvasa og búið um í öskju í nóvember 1967.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn
- Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem Jóhanna Ólafsdóttir gerði eftir filmum sem teknar voru sumarið 1994.