„Hér byrjast Rímur af Sigurði þögla“
15 rímur. Hluta af 12. rímu vantar, alla 13. og upphaf 14. rímu. Á eftir bl. 32 eru stórar eyður.
Vatnsmerki á aftara saurblaði er ProPatria (Maid of Dort); upphafsstafir „IT“.
Blaðsíðumerking með svörtu bleki á fimmtu hverri rektósíðu 1-75 og 78, síðari tíma viðbót.
Bætt hefur verið við blaðsíðumerkingu með blýanti, þar sem áður vantaði, síðari tíma viðbót.
Fimm kver:
I. Ókunnur skrifari, innskotsblöð (1-3 og 6-7) einföld kansellískrift.
II. Ókunnur skrifari, kansellískrift.
Blekdregnir upphafsstafir (1-2 línur).
Á innskotsblaði 1r er stór skrautstafur, 10 línur, með plöntuformum. Minni upphafsstafir (1-2 línur) einnig skreyttir.
Titill og fyrsta lína texta eru aðgreind með kansellískrift.
Fyrirsagnir eru dregnar hærri en texti.
Línufylling við lok málsgreina.
Skreyting við eða umhverfis griporð.
Jaðar blaða sýna leifar af rauðum lit.
Bl. 1-3 og 6-7 innskotsblöð.
Neðst á bl. 32v stendur: „vantar í“ sem gefur til kynna að það vantar í handritið.
Band frá tíma Jens Jacob Weber (c1772-1780). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír, með prentað mál á spjaldblöðum. Titill og safnmark skrifað framan á kápu með bleki. Tveir límmiðar eru á kili.
Viðgert í Kaupmannahöfn 1964.