Skráningarfærsla handrits

AM 610 b 4to

Hektors rímur ; Ísland, 1600-1650

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-40v)
Hektors rímur
Athugasemd

16 rímur. Óheilar. Vantar niðurlag 3. og upphaf 4. rímu (sjá ástand).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
40 blöð.
Umbrot

Ástand

  • Nokkur blöð eru lítillega sködduð efst.
  • Á eftir bl. 6 vantar 1 blað.

Skrifarar og skrift

Jón Gissurarson

Skreytingar

Band

Grátt band frá c1770-1780.

Fylgigögn

Tveir seðlar með hendi Árna Magnússonar eru núna í AM 610 d 4to.

Uppruni og ferill

Uppruni

Með hendi Jóns Gissurarsonar og tímasett til 17. aldar í  Katalog II , bls. 14, en virkt skriftartímabil Jóns var c1610-1645. Var áður hluti af sama handriti og AM 610 c-f 4to.

Ferill

Árni Magnússon tók handritið úr bók sem hann fékk frá Vigfúsi Hannessyni (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 3. júlí 1995.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog II , bls. 14-15 (nr. 1552). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í  október 1888. ÞS skráði 31. ágúst 2001 BS lagfærði 25. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Viðgert í Kaupmannahöfn í október og nóvember 1963.

Yfirfarið að nýju í Kaupmannahöfn í nóvember 1994. Nákvæm lýsing á viðgerð og arkaskiptingu kom 22. september 1995.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, askja 338 (ljósmyndari: Jóhanna Ólafsdóttir).
  • Negatíf filma á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi frá 1990. Filma gerð af Jóhönnu Ólafsdóttur í öskju 237. Nákvæm lýsing á ljósmyndun kom 22. september 1995.
  • Filma á handritadeild Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns.

Notaskrá

Höfundur: Björn Karel Þórólfsson
Titill: Rímur fyrir 1600
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Hektors rímur

Lýsigögn