Manuscript Detail
AM 604 a 4to
View ImagesRímnabók; Iceland, 1540-1560
Contents
“Filippus rímur. viii.”
“Æfintýrin forn og fróð …”
“… lokið er fræði öllu.”
Fyrirsögn á efri spássíu.
Átta rímur.
Riddararímur, 1881.
“Áns rímur átta með (?)”
“Fræðið hefi eg fólki veitt …”
“… fari þeir með sem slíkar.”
Fyrirsögn á efri spássíu.
Átta rímur.
Áns rímur bogsveigis, 1973.
“Hemings rímur vi.”
“Fyrr í heimi skáldin skýr …”
“… að Óðinn missti.”
Fyrirsögn á efri spássíu.
Sex rímur.
Hemingsrímur, 1928.
“Konráðs rímur viii”
“En þó að Rögnis rósar flóð …”
“… finnst í harma hljóði.”
Fyrirsögn á efri spássíu.
Átta rímur.
Riddararímur, 1881.
“Herburts rímur iiii”
“Margra verður ljóða loft …”
“… hafi þeir hróður sem vilja.”
Fyrirsögn á efri spássíu.
Fjórar rímur.
Riddararímur, 1881.
“Efna vilda eg orða þings …”
“… Lúpus skeði og lafðungs niður …”
Fyrirsögn á efri spássíu.
Enda í 16. vísu annarrar rímu. Eyða aftan við. Sjá niðurlag í AM 604 b 4to.
Physical Description
Handritið hefur verið blaðsíðumerkt síðar með bleki, 1-82.
Blöðin voru öll stök en hafa nú verið límd á móttök í nýju bandi.
- Eindálka.
- Leturflötur er ca 160-165 mm x 113-117 mm.
- Línufjöldi er 32-33.
- Stafir eru dregnir út úr leturfleti á hverri síðu (sjá t.d. bl. 20r-v).
Óþekktur skrifari, árléttiskrift.
Fyrsti upphafsstafur rauður og grænn (bl. 1r).
Pennaflúraðir upphafsstafir víða, sjá t.d. bl. 4r, 5r, 6v, 9v, 11r, 13v, 20r, 26v, 27v, 32r, 33r, 35v, 38r, 40v og víðar.
Ýmiskonar skrautflúr víða, blóm og laufteinungar, oft á neðri spássíu (t.d. 6r, 7v, 13r, 19r, 20r-v, 21r-v, 29v, 30r-v, 31r-v, 34v).
Teikning af dreka á neðri spássíu bl. 19v og 29r og af hönd á neðri spássíu bl. 26r.
- Orðum og setningum sem gleymst hafa í textanum víða bætt við af skrifara á spássíur.
- Ýmislegt efni á spássíum, málshættir, athugasemdir skrifara, bænir o.fl. (bl. 1v, 3r, 6r, 7r, 8r, 9v, 11r-v, 13r, 15v, 16r, 17v, 19r, 20r, 21r-v, 23r, 24r, 25v, 26r, 27r, 28r-v, 29v, 30r-v, 31r, 32r, 33r-v, 34r, 35r, 37v, 38r, 40r, 41r-v).
- Athugasemd skrifara á efri spássíu bl. 40v: “c. rímur eru af klóraðar með öllu”. Kålund telur þetta geta bent til þess að upprunalegri röð kveranna hafi verið breytt.
- Víða síðutitlar með 17. aldar hendi.
- Hver ríma númeruð af Jóni Sigurðssyni með rómverskri tölu.
Band frá desember 1977 (217 mm x 175 mm x 33 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Leður á kili og hornum. Blöðin eru límd á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.
Gamalt band fylgir.
- Fastur seðill (73 mm x 139 mm) fremst með efnisyfirliti handritsins á rektóhlið með yngri hendi.
- Þrír fastir seðlar fremst með hendi Árna Magnússonar:
- Fastur seðill (57 mm x 130 mm með upplýsingum um aðföng bókarinnar á rektóhlið “Rímnabók frá Pétri Bjarnasyni á Staðarhóli, mér send til eignar 1707 á alþing.”
- Fastur seðill (166 mm x 106 mm, tvinn) með skrá yfir efni handritsins með athugasemdum við þær rímur sem Árni hefur látið skrifa upp “(1r) Filipó rímur. 8. Áns rímur. 8. + Hemings rímur + Konráðs rímur: Herburts rímur. + Reinalds rímur, vantar mikið + Andra rímur eru uppskrifaðar. Landrés rímur. + Hjálmþers rímur eru skrifaðar + Friðþjófs rímur eru skrifaðar + Haralds rímur Hringsbana eru skrifaðar + Gríms og Hjálmars rímur eru skrifaðar + Hálfdanar rímur Brönufóstra eru skrifaðar. (1v) Bláus og Viktors rímur, Bærings rímur. Dínus rímur. Rímur af Hring og Tryggva. Sigurðar þögla rímur. + Ormars rímur eru skrifaðar, Þjófa rímur (af Illuga verra, versta), Vilmundar rímur defect + Jarlmanns rímur, defect. + Skáld-Helga rímur eru uppskrifaðar. (2r) Færeyinga rímur, vantar í og framan við Sörla rímur, vantar aftan við + aftan af Óðins rímum (Þrymlum). + Lokrur (um Loka Laufeyjarson). + Völsungs rímur hins óborna. Hectors rímur vantar framan við. Úlfhams rímur. [Undirstrikað:] Dámusta rímur. Úlfhams rímur. Klerka rímur. Sálusar og Nikanors rímur. (2v er auð). ”
- Seðill (165 mm x 105 mm) um annað rímnabrot sem Jón Ólafsson nefnir einnig í skrá sinni (AM 477 fol.), aftan við upptalningu efnisins í AM 604 a-h 4to. Á brotinu, sem nú er glatað, voru hlutar úr Rímum af Reinald og Rósu, Hemingsrímum, Rímum af Konráði keisarasyni, Herburtsrímum, Þrymlum og Lokrum og framan af Völsungsrímum. Árni Magnússon fékk þetta brot frá Páli Vídalín lögmanni á Alþingi árið 1705 en Páll hefur líklega fengið frá tengdaföður sínum, Magnúsi Jónssyni í Vigur, sem dó 1702 (sbr. Jón Helgason 1975:241).
History
- Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til ca 1550 (sbr. ONPRegistre, bls. 457), en til fyrri hluta 16. aldar í Katalog II, bls. 5.
- Handritið var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 604 b-h 4to.
- Kålund ber skriftina saman við þá sem er í AM 713 4to (Katalog II 1894:5).
Bókina sem handritið tilheyrði fékk Árni Magnússon senda til eignar á Alþingi 1707, frá Pétri Bjarnasyni á Staðarhóli (sbr. seðil). Jón Ólafsson úr Grunnavík lýsir bókinni sem óinnbundinni og þverhandarþykkri í handritaskrá sinni í AM 477 fol. Eftir það hefur henni verið skipt upp í átta pappahefti.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 26. apríl 1978.
Additional
Bundið af Birgitte Dall í desember 1977. Eldra band fylgir.
Viðgert af Birgitte Dall í febrúar 1965.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
- Ljósprent í Corpus Codicum Islandicorum Medii Aevi XI (1938).