Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 602 c 4to

Sagan af Finnu forvitnu

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-4r)
Sagan af Finnu forvitnu
Titill í handriti

Saga af Finnu forvitru

Upphaf

Maður er nefndur Þrándur, hann var lögmaður …

Niðurlag

… varð lögmaður eftir Þránd og þau áttu börn og burur.

Notaskrá

Sagan er prentuð eftir þessu handriti í Íslenzkum þjóðsögum II, s. 383-386.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
4 blöð (210 mm x 162 mm). Bl. 4v autt.
Tölusetning blaða

Blaðmerkt 1-4 með rauðu bleki, líklega af Kålund.

Kveraskipan

Eitt kver (bl. 1–4, 2 tvinn).

Umbrot

Eindálka.

Leturflötur er ca 180 mm x 150-155 mm.

Línufjöldi ca 23.

Ástand

Strikað undir orð og setningar með blýanti.

Blekklessa yfir staf í fjórðu línu að neðan á bl. 1r.

Skrifarar og skrift

Þórður Magnússon, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Neðst með hendi Árna Magnússonar: Þórður Magnússon skrifaði þetta í Kaupmannahöfn 1726.

Band

Band frá árunum 1772-1780 (213 mm x 166 mm x 4 mm). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Titill og safnmark framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Á spjaldblöðum sést spegilmynd af prentuðu máli.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað í Kaupmannahöfn árið 1726.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 23. janúar 1984.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 770-771 (nr. 1524). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 14. febrúar 1888. ÞS skráði 28. ágúst 2001; endurskráði samkvæmt reglum TEIP5 25.-26. september 2017

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Bjarni Einarsson
Titill: Íslenzk rit síðari alda, Munnmælasögur 17. aldar
Umfang: 6
Titill: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Árnason
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn