Skráningarfærsla handrits

AM 588 r 4to

Úlfs saga Uggasonar ; Ísland, 1650-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-3v)
Úlfs saga Uggasonar
Upphaf

Innann iijdia dagz säu þeir skip ſigla ...

Niðurlag

... tengda vin áttu til daudadagz

Baktitill

og endast hier Nu þesse sögu þáttur

Athugasemd

Vantar framan af.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Aðalmerki: Sennilega dárahöfuð: Kórónu-legt form (bl. 2), ofan á höfði manns (bl. 3).

Á saurblöðum er skjaldarmerki Amsterdam.

Blaðfjöldi
i + 3 + i blað (192 mm x 158 mm). Bl. 3v er autt.
Tölusetning blaða

Blaðmerking með rauðu bleki 1-3, síðari tíma viðbót.

Kveraskipan

Eitt (ófullkomið) kver:

  • Kver I: bl. 1-3 (1, 2+3), 1 stakt blað, 1 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 170 mm x 140 mm.
  • Línufjöldi er 25-28.
  • Griporð á bl. 1r og 2r, pennaflúruð.

Ástand
  • Blöð vantar framan af handritinu.
  • Blöð eru dökk og óhrein af blettum.
Skrifarar og skrift

Ein hönd, óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Skreytingar

Þrír lítlir bókarhnútar bl. 3r.

Skreyting við eða umhverfis griporð.

Band

Band frá árunum 1772-1780 ( mm x mm x mm). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Titlar og safnmark skrifað framan á kápu, leifar af límmiða á kili.

Fylgigögn

Fastur seðill (áður blað úr riti) (199 mm x 163 mm) með hendi Árna Magnússonar: Aftan af Úlfs sögu Uggasonar, ut mihi videtur, var aftast í bók síra Þorkels Oddssonar í Gaulverjabæ.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og er tímasett til síðari helmings 17. aldar í  Katalog I, bls. 753. Það var upprunalega hluti af stærri bók.

Samkvæmt AM 477 fol. bl. 40r-v, voru Flóres saga og Blankiflúr og tvær gerðir af Gvímars sögu (Guimars sögu) einnig hluti af AM 588 a-r 4to.

Ferill

Handritið var aftast í bók séra Þorkels Oddssonar í Gaulverjabæ (sjá umslag með hendi Árna Magnússonar).

Þorkell erfði handritið frá föður sínum Oddi Eyjólfssyni hinum eldra. Áður hafði það tilheyrt Einari Eyjólfssyni, og eftir lát hans komst handritið í hendur Odds sem giftist ekkju Einars. Oddur lánaði síðan handritið til ættingja síns, Páls Oddssonar. Hast 1960: 2, 151-152.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 20. desember 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 27. febrúar 2024.
  • ÞS skráði 23. ágúst 2001.
  • Tekið eftir Katalog I, bls. 753 (nr. 1482). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?.
Viðgerðarsaga

Jens Jacob Webber batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Negatíf filma á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi frá 1995. Askja 423.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Halldór Guðmundsson, norðlenzkur maður, Opuscula
Umfang: IV
Titill: Harðar saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Hast, Sture
Umfang: 6
Lýsigögn
×

Lýsigögn