Skráningarfærsla handrits

AM 588 c 4to

Ála flekks saga ; Ísland, 1650-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-9r)
Ála flekks saga
Titill í handriti

Saga af Álaflekk

Athugasemd

Bl. 1v autt.

Efnisorð
2 (9r-13r)
Albanus saga Vigvallissonar
Titill í handriti

Sagan af Albano

Athugasemd

Bl. 13v autt.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
13 blöð ().
Umbrot

Skrifarar og skrift

Tvær hendur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Bl. 1 og 13 innskotsblöð: Á bl. 1r bætir Árni Magnússon upphafi fyrri sögunnar við (10 línur) og á bl. 13r er niðurlagi síðari sögunnar (8 línur) bætt við fyrir Árna.

Band

Band frá því í júlí 1967.

Fylgigögn
  • Seðill 1 (193 mm x 158 mm): Ála flekks saga 2 exemplar. Albanus saga Vigvallissonar.
  • Seðill 2 (192 mm x 158 mm): Saga af Ála flekk. Ríkarður hefir kóngur heitið hann réð fyrir Englandi, hann var svo vitur maður að hann sagði fyrir óorðna hluti. Hann átti drottningu er Sólbjört hét. Þau áttu ekkert barn. Það þótti þeim mikið mein. Þar var eitt garðshorn skammt frá kóngshöllinni, þar réð fyrir karl sá er Gunnar hét, en kerling hans Hildur. Karl átti einn

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til síðari helmings 17. aldar í  Katalog I , bls. 750.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 2. mars 1978.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 750 (nr. 1468). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?. ÞS skráði 6. nóvember 2001.

GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júlí 1967. Eldra band liggur með handritinu í öskju.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn