Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 567 XXIV 4to

Þorsteins saga Víkingssonar ; Ísland, 1400-1499

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-5v)
Þorsteins saga Víkingssonar
Athugasemd

Brot.

1.1 (1r-1v)
Enginn titill
Upphaf

[Þ]að er upphaf þessarar sögu að Logi …

Niðurlag

… Víkingur brá lit við …

1.2 (3r-5v)
Enginn titill
Upphaf

… spyr hví hann væri …

Niðurlag

… að hann f(lakti) …

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
5 blöð (210 +/- 1 mm x 170 +/- 1 mm).
Tölusetning blaða

  • Síðari tíma blaðmerking A-D, með svörtu bleki (bl. 2 ómerkt).
  • Síðari tíma blaðmerking 1-4, með rauðu bleki (bl. 2 ómerkt).

Kveraskipan

Tvinn og 3 stök blöð.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 172-176 mm x 132-142 mm.
  • Línufjöldi er 31-37.
  • Gatað fyrir línum á blaði 1.
  • Eyður fyrir fyrirsagnir og upphafsstafi.

Ástand

  • Skrifað á uppskafning af latnesku helgisiðariti, leifar við kjöl á bl. 2-4, þversum.
  • Af bl. 2 er einungis varðveitt ræma upp við kjöl, á henni sjást einstaka stafir.
  • Blettur á 3r sem skerðir texta.
  • Skorið af hornum bl. 3.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, léttiskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Titli sögunnar hefur verið bætt við síðar efst á 1r, 2r, 3r.
  • Kaflanúmerum hefur verið bætt við síðar.
  • Spássíugreinar og nöfn frá 17. öld á öllum blöðum.

Band

  • Band frá mars 1959 (246 mm x 199 mm). Pappakápa með línkili, saumað og límt á móttök. Bl. 4 er laust í plastvasa sem saumaður er á móttak.
  • Handritið liggur í öskju ásamt öðrum AM 567 4to-brotum.

Fylgigögn

Laus seðill frá Kaupmannahöfn um forvörslu AM 567 4to-brotanna liggur í öskju með brotunum.

Uppruni og ferill

Uppruni

  • Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 15. aldar ( Katalog I 1889:728 ).
  • Handritsbrotin í AM 567 I-XXVI 4to eru kölluð Fabulosæ Islandorum Historiæ á seðli með hendi Árna Magnússonar sem fylgir XXVI.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 26. mars 1992.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert í Kaupmannahöfn í mars 1959, saumað og límt á móttök í pappakápu, bl. 4 sett í plastvasa sem saumaður er á móttak. Brotin AM 567 I-XXVI 4to eru saman í öskju, utan VI sem sér í spjöldum.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, keyptar af Arne Mann Nielsen í janúar 1978.

Notaskrá

Titill: Fornaldar sögur Norðrlanda II.
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn