Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 566 c 4to

Fóstbræðra saga ; Ísland, 1705

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-64v)
Fóstbræðra saga
Titill í handriti

Hér byrjast sagan af Þorgeiri Hávarssyni og Þormóði Kolbrúnarskáldi

Upphaf

Á dögum hins h. Ólafs kóngs …

Niðurlag

… með þessum atburðum sem nú eru sagðir. Og lýkur hér nú þessari frásögu.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
64 blöð (215 mm x 166 mm).
Tölusetning blaða

  • Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki 1-63.
  • Blaðmerking 43 tvítekin (43 og 43bis).

Kveraskipan

Átta kver.

  • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 25-32, 4 tvinn.
  • Kver V: bl. 33-40, 4 tvinn.
  • Kver VI: bl. 41-47 (43bis meðtalið), 4 tvinn.
  • Kver VII: bl. 48-55, 4 tvinn.
  • Kver VIII: bl. 56-63, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 150-160 mm x 120-125 mm.
  • Línufjöldi er 22-23.
  • Griporð.
  • Bendistafir (v) á spássíum til að merkja vísur í texta.

Skrifarar og skrift

Með hendi Gísla Guðmundssonar á Rauðalæk, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Leiðréttingar með samtímahendi í gegnum allt handritið.
  • Athugasemd Árna Magnússonar á spássíu bl. 23v, um að efni á bl. 23v-29r sé með spánýrri viðvænings hendi. Kålund telur hann þar eiga við forritið ( Katalog I 1889:721 ).

Band

  • Band frá árunum 1772-1780 (218 mm x 173 mm x 17 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.

Fylgigögn

Tveir fastir seðlar með hendi Árna Magnússonar:

  • Seðill (límdur innan á fremra spjaldi), með upplýsingum um forrit handritsins.
  • Seðill með titli á rektóhlið. Versóhlið er auð.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi árið 1705 eftir bók í fólíóbroti frá Ólafi Einarssyni sýslumanni (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 2. september 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Filma á Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni.

Notaskrá

Titill: , Membrana Regia Deperdita
Ritstjóri / Útgefandi: Loth, Agnete
Umfang: 5
Titill: , Fóstbræðra saga
Ritstjóri / Útgefandi: Björn K. Þórólfsson
Umfang: 49
Höfundur: Jónas Kristjánsson
Titill: , Um Fóstbræðrasögu
Umfang: 1
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Katrín Axelsdóttir
Titill: Orð og tunga, Þórarinn í þágufalli
Umfang: 20
Lýsigögn
×

Lýsigögn