Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 563 a 4to

Þorleifs þáttur jarlsskálds ; Ísland, 1650-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-4v)
Þorleifs þáttur jarlsskálds
Titill í handriti

Söguþáttur af Þorleifi spaka er öðru nafni kallast jarlaskáld

Upphaf

Ásgeir hét maður kallaður rauðfeldur …

Niðurlag

… gjörðu honum mikinn fjárskaða og meiri óspektir.

Baktitill

Og lýkur hér frá Þorl(eifi) spaka.

2 (4v-10v)
Sneglu-Halla þáttur
Titill í handriti

Söguþáttur af Sneglu-Halla

Upphaf

Það er upphaf þessarar sögu að Haraldur kóngur …

Niðurlag

… á graut mundi greyið sprungið hafa.

Baktitill

Og lýkur hér þætti Sneglu-Halla.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
10 blöð (207 mm x 167 mm).
Tölusetning blaða

  • Upprunaleg blaðsíðumerking 1-20.

Kveraskipan

  • Eitt kver, 5 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 160-164 mm x 125-130 mm.
  • Línufjöldi er 33-36.
  • Upphafsstafur dreginn út úr leturfleti á blaði 1v.
  • Griporð.

Ástand

  • Blek hefur víða smitast í gegn.
  • Stór blettur (óhreinindi) er á blaði 7r, efst við ytri spássíu, en þó er hægt að lesa textann.

Skrifarar og skrift

  • Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Skreytingar

  • Upphafsstafir örlítið flúraðir á bl. 1r, 1v, 2r, 4v

.

  • Örlítið flúr lekur niður úr griporðum, mest á blöðum 6v-10r.

  • Örlítið flúr lekur niður úr aftasta staf í kaflafyrirsögnum á blaði 6r

.

Band

Band frá árunum 1772-1780 (210 mm x 173 mm x 5 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. það er tímasett til síðari hluta 17. aldar ( Katalog I 1889:716 ).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 26. apríl 1978.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt TEI P5 11. júní - 16. júlí 2009 og síðar.
  • DKÞ færði inn grunnupplýsingar 6. janúar 2004.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 6. október 1887 (sjá  Katalog I 1889:716 (nr. 1403). ).

Viðgerðarsaga

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, teknar af Jóhönnu Ólafsdóttur í maí 1982.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Poetry from the Kings' sagas 2
Ritstjóri / Útgefandi: Gade, Kari Ellen
Höfundur: Per-Axel Wiktorsson
Titill: Om Torleiftåten, Scripta Islandica
Umfang: 38
Lýsigögn
×

Lýsigögn