Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 562 g 1-2 4to

Sögubók ; Ísland, 1650-1699

Athugasemd
Samsett úr tveimur handritum.

Innihald

Lýsing á handriti

Band

Band frá árunum 1772-1780 (207 mm x 167 mm x 3 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.

Uppruni og ferill

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. mars 1978.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt TEI P5 16. júlí 2009 og síðar.
  • DKÞ færði inn grunnupplýsingar 6. janúar 2004.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 6. október 1887 (sjá  Katalog I 1889:715 (nr. 1399). ).

    GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Hluti I ~ AM 562 g 1 4to

Tungumál textans
íslenska
1 (1r-v)
Þorsteins þáttur sögufróða
Titill í handriti

Saga af Þorsteini fróða

Upphaf

Á Austfjörðum óx upp sá maður er Þorsteinn hét …

Niðurlag

…og var jafnan með kóngi.

Baktitill

Lýkur svo þessum söguþætti.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
1 blað (196 mm x 154 mm).
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðmerking með rauðu bleki 1.

Kveraskipan

Stakt blað.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 140-180 mm x 115-120 mm.
  • Línufjöldi er 23-27.

Ástand

Dálitlar rakaskemmdir.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Síðustu línum sögunnar bætt við af Árna Magnússyni.

Fylgigögn

Fastur seðill (183 mm x 119 mm) fremst með hendi Árna Magnússonarmeð upplýsingum um feril á rektóhlið (Fengið 1720 eftir sál[ugan] assessor Þormóð Torfason. Var í volumine no. 15.). Seðillinn er tvinn sem bundið er um blaðið. Aftari seðillinn er auður.

Uppruni og ferill

Uppruni

  • Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til síðari hluta 17. aldar ( Katalog I 1889:715 ).
  • Var upprunalega hluti af stærri bók (sbr. seðil og AM 435 b 4to, bl. 17r-17v). Í þeirri bók voru einnig AM 588 h 4to, AM 408 c 4to, AM 473 4to og AM 1 d fol., ásamt Krukkspá, broti framan af Víglundar sögu og broti aftan af Stjörnu-Odda draumi (sbr. AM 435 b 4to, bl. 17r-17v).

Ferill

Bókin sem handritið tilheyrði var nr. XV í safni Þormóðs Torfasonar en Árni Magnússon fékk hana eftir Þormóð árið 1720, og tók í sundur 1721 (sbr. seðil og AM 435 b 4to, bl. 17r-17v).

Hluti II ~ AM 562 g 2 4to

Tungumál textans
íslenska
1 (1r-2v)
Þorsteins þáttur forvitna
Titill í handriti

Æfintýr af Þorsteini forvitna

Upphaf

Þorsteinn hét maður íslenskur …

Niðurlag

… féll hann með Haraldi á Englandi.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
2 blöð (205 mm x 162 mm).
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki, 2-3.

Kveraskipan

Eitt tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 165 mm x 130-135 mm.
  • Línufjöldi er 17-18.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Lesbrigði með hendi Árna Magnússonar.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn fyrir Árna Magnússon og tímasett til um 1700 í  Katalog I 1889:715 .

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn