Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 562 f 4to

Sögubók ; Danmörk

Athugasemd
Samsett úr tveimur handritum.

Innihald

Lýsing á handriti

Band

Band frá árunum 1772-1780 (214 mm x 167 mm x 3 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.

Uppruni og ferill

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 3. mars 1978.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt TEI P5 17. júlí 2009 og síðar.
  • DKÞ færði inn grunnupplýsingar 5. janúar 2004.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 5. október 1887 (sjá  Katalog I 1889:715 (nr. 1398). ).

    GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Hluti I ~ AM 562 f 1 4to

Tungumál textans
íslenska
1 (1r-3v)
Þorsteins þáttur fróða
Titill í handriti

Ævintýr af Þorsteini austfirskum

Upphaf

Í Austfjörðum óx upp sá maður er Þorsteinn hét …

Niðurlag

… Og var löngum með kóngi.

Baktitill

Lyktar þar þetta ævintýr.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
3 + i blöð (212 mm x 162 mm). Aðeins fimm línur á blaði 3v.
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki, 1-3.

Kveraskipan

Tvö tvinn. Aftasta blaðið þjónar sem saurblað og er hinu handritinu skotið inn á milli þess og fremstu blaðanna.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 143 mm x 120 mm.
  • Línufjöldi er 16.

Skrifarar og skrift

Með hendi Árna Magnússonar, árfljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Leiðréttingar með hendi skrifara á bl. 2v-3r.

Fylgigögn

Fastur seðill (151 mm x 104 mm) milli tveggja fremstu blaðanna með hendi Árna Magnússonar, með upplýsingum um forrit þessa handrits: þesse þattur er ritadur epter hende Sr jons i Villingahollte, og stöd hann i bok i folio er eg feck af syslumannenum Jone Þorlakssyne. þatturenn med hendi Sr Jons, er nu fortærdur, apter ad þetta mitt er accuratissimè qvod ad verba, þar vid confererad. literaturam hefi eg allstadar forbetrad. verte. þesse þattr var og i bok med hendi Sigurdar ä Feriu elldri enn 1683. er eg keypte af nefndum Sigurde 1711. og tok i sundr. var hann þar audsynilega ritadur epter eins Exemplare sem þetta er, enn sumstadar misskrifadur. hiedte eg þvi eigi um hanm, og reif hann i sundr.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn. Það er uppskrift Árna Magnússonar eftir handriti séra Jóns Erlendssonar í Villingaholti, sem var í bók sem Árni fékk frá Jóni Þorlákssyni sýslumanni (sbr. seðil, sjá einnig AM 562 e og i 4to). Þetta handrit Jóns er nú glatað. Kålund tímasetti uppskrift Árna til ca 1700 ( Katalog I 1889:715 ).

Hluti II ~ AM 562 f 2 4to

1 (4r-v)
Þorsteins þáttur forvitna
Titill í handriti

Söguþáttur Þorsteins forvitna

Upphaf

[Þ]orsteinn hét maður íslenskur er kom á fund Haralds kóngs Sigurðssonar …

Niðurlag

… skildust þeir kóngur með hinni mestu vináttu.

Baktitill

Og lýkur hér frá Þorsteini hinum forvitna.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
1 blað (210 mm x 157 mm).
Tölusetning blaða
Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki, 4.
Kveraskipan
Stakt blað.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 160 mm x 130 mm.
  • Línufjöldi er 28 og 24.
  • Griporð.
  • Eyða fyrir upphafsstaf á bl. 1r (4r).

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Lesbrigði á spássíum með hendi Árna Magnússonar.
  • Árni bætir við á neðri spássíu: al: fór Þorsteinn fyrst til Íslands en þó féll hann með Haraldi kóngi á Englandi.

Notaskrá

Titill: , Austfirðinga sögur
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Jóhannesson
Umfang: 9
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Safn Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM 562 f 4to
  • Fleiri myndir
  • LitaspjaldLitaspjald
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn