Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 558 d 4to

Finnboga saga ramma ; Ísland, 1675-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-46v)
Finnboga saga ramma
Titill í handriti

Saga af Finnboga sem kallaður var rammi

Upphaf

Ásbjörn hét maður er kallaður var dettiás …

Niðurlag

… staðfestu ráð sitt og þóttu allir mikilsháttar menn.

Baktitill

Og endum vér sögu af Finnboga hinum ramma.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
48 blöð (210 mm x 167 mm). Auð blöð: 47-48.
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar 1-46. Tvö öftustu blöðin eru ótölusett.

Kveraskipan

Sex kver.

  • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 25-32, 4 tvinn.
  • Kver V: bl. 33-40, 4 tvinn.
  • Kver VI: bl. 41-48, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 155-160 mm x 125-130 mm.
  • Línufjöldi er 27-28.
  • Griporð.
  • Sagan endar í totu (bl. 46v).

Ástand

  • Vatnsskemmdir ofarlega á sumum blöðum en skerðir texta óverulega.
  • Handritið hefur dökknað á leturfleti.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Band

Band frá árunum 1772-1780 (216 mm x 171 mm x 12 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi. Það er tímasett til loka 17. aldar ( Katalog I 1889:710 ).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 23. júlí 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert af Birgitte Dall í nóvember 1964.

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn