Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 552 i 4to

Orms þáttur Stórólfssonar ; Ísland, 1675-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-6r)
Orms þáttur Stórólfssonar
Titill í handriti

Hér hefst saga af Ormi Stórólfssyni enum sterka

Upphaf

Hængur er maður nefndur …

Niðurlag

… hann hafi úti orðið á Geitasandi. Og lýkur hér þætti þessum.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 6 + i blöð (205 mm x 165 mm).
Tölusetning blaða

Handritið hefur nýlega verið blaðmerkt með blýanti.

Kveraskipan

Þrjú tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 170-175 mm x 135-140 mm.
  • Línufjöldi er 30-32.

Ástand

Krassað yfir niðurlag sögu á bl. 1r (12 línur) og upphaf annarrar á bl. 6v.

Skrifarar og skrift

Með hendi séra Ólafs Gíslasonar á Hofi í Vopnafirði, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Spássíugreinar á bl. 1r og 2v.

Band

  • Band frá júlí 1978 (215 mm x 192 mm x 10 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

  • Gamalt pappaband frá árunum 1772-1780. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (201 mm x 167 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um uppruna handritsins: Ormsþattur Storolfssonar. ur bokum sem eg feck af Sr Olafi Gislasyne ä Hofi i Vopnafirde. Seðillinn er tvinn og er hitt blaðið aftast.
  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ferill

Árni Magnússon tók úr bók sem hann fékk hjá skrifara, séra Ólafi Gíslasyni (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. október 1978.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P527. mars 2009 og síðar.
  • ÞS færði inn grunnupplýsingar 4. desember 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 15. september 1887(sjá Katalog I 1889:695 (nr. 1340) .

    GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júlí 1978.

Áður bundið af Matthías Larsen Bloch á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar ljósmyndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Negatíf örfilma á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Askja 394.

Notaskrá

Höfundur: Loth, Agnete
Titill: Sønderdelte arnamagnæanske papirhåndskrifter,
Umfang: s. 113-142
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn