Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 552 a 4to

Gísla saga Súrssonar ; Ísland, 1675-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-22r)
Gísla saga Súrssonar
Titill í handriti

Saga af Gísla Súrssyni og Sýrdælum

Upphaf

Þegar Hákon kóngur Aðalsteinsfóstri réð fyrir Noregi …

Niðurlag

… og eru miklir menn af honum komnir

Baktitill

og lúkum vér svo sögu þess frækna manns Gísla Súrssonar.

Athugasemd

Upprunalegt niðurlag vantar.

Á bl. 1r er niðurlag annars efnis útkrassað og ólæsilegt.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 23 + i blöð (204-207 mm x 162-165 mm). Auð blöð: 22v-23v.
Tölusetning blaða

Handritið hefur nýlega verið blaðmerkt með blýanti, 1-22. Blað 23 er ótölusett.

Kveraskipan

Fjögur kver.

  • Kver I: bl. 1-9, stakt blað og 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 10-17, 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 18-21, 2 tvinn.
  • Kver IV: bl. 22-23, 1 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 165-175 mm x 135-140 mm.
  • Línufjöldi er 28-30.
  • Vísur Gísla merktar á spássíum með Gísli kvað, og enn kvað hann, síðasta vísa Gísla.
  • Málshættir merktir á spássíum með proverb.

Ástand

  • Krassað yfir 8 línur efst á bl. 1r.
  • Vantar aftan af handritinu.

Skrifarar og skrift

Með hendi séra Ólafs Gíslasonar á Hofi í Vopnafirði, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Bl. 22-23 (ca 1/2 síða skrifuð) innskotsblað frá Árna Magnússyni með niðurlagi sögunnar.
  • Spássíugreinar víða (sjá til dæmis bl. 7r-v og 9r-v. Nokkrar á latínu, sjá bl. 3v, 4v og 5v.
  • Á nokkrum stöðum hefur verið strikað undir orð með rauðu bleki (sjá til dæmis bl. 2r-v, 6r, 21r og víðar.
  • Á neðri spássíu bl. 2r hafa verið krotaðir stafirnir B og D nokkrum sinnum.

Band

Band frá mars 1977 (215 mm x 190 mm x 12 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Eldra pappaband frá árunum 1772-1780.

Fylgigögn

  • Fastur seðill fremst (48 mm x 123 mm) með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um uppruna handritsins: Gisla saga Surssonar. ur bokum sem eg feck af Sr Olafi Gislasyne ä Hofi i Vopnafirde
  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ferill

Árni Magnússon tók úr bók sem hann fékk hjá skrifara, séra Ólafi Gíslasyni, (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. maí 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði skv. reglum TEI P5 2. mars 2009 og síðar.
  • ÞS færði inn grunnupplýsingar 23. október 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 9. september 1887(sjá Katalog I 1889:137 (nr. 242) .

    GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í mars 1977.

Bundið á árunum 1772-1780 af Matthias Larsen Bloch.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar ljósmyndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Negatíf örfilma á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Askja 394.

Notaskrá

Höfundur: Loth, Agnete
Titill: Sønderdelte arnamagnæanske papirhåndskrifter,
Umfang: s. 113-142
Titill: , Membrana Regia Deperdita
Ritstjóri / Útgefandi: Loth, Agnete
Umfang: 5
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn