Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 551 b 4to

Kjalnesinga saga ; Ísland, 1625-1672

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-26v)
Kjalnesinga saga
Titill í handriti

Hér byrjar Búa sögu til gamans og fróðleiks.

Upphaf

Helgi bjóla son Ketils flatnefs nam Kjalarnes …

Niðurlag

… Og er mikil ætt frá honum komin.

Baktitill

Og endar þar með Kjalarnesinga sögu.

2 (26v-34v)
Jökuls þáttur Búasonar
Titill í handriti

Nú eftirfylgir sagan af Jökli syni Búa Andríðarsonar.

Upphaf

Jökli þótti nú svo illt verk sitt að hann reið þegar í burtu …

Niðurlag

… Og kunnum vér ekki lengra frá Jökli að segja.

Baktitill

Og er hér endir hans sögu.

3 (34v)
Hróa þáttur heimska
Titill í handriti

Sagan af Slysa-Hróa

Upphaf

Þann tíma er Sveinn kóngur …

Niðurlag

… Beiddist Hrói …

Athugasemd

Brot. Einungis upphaf.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
34 + i blöð (193 mm x 147-152 mm).
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar 1-34.

Kveraskipan
Fimm kver.

  • Kver I: bl. 1-6, 3 tvinn.
  • Kver II: bl. 7-14, 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 15-22, 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 23-30, 4 tvinn.
  • Kver V: bl. 31-34, 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 155-160 mm x 110-115 mm.
  • Línufjöldi er ca 25.
  • Sagan endar í totu á bl. 26v.

Ástand

  • Blað hafði verið límt yfir texta á bl. 34v, líklega af Árna Magnússyni, en það hefur nú verið fjarlægt.
  • Blöðin eru skítug og nokkrar vatnsskemmdir á jöðrum.
  • Gert hefur verið við blöð með pappírsræmum, einkum við kjöl.
  • Texti hefur sjaldnast skerst við forvörslu en þó e.t.v. eilítið við kjöl á bl. 33v og 34v.

Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Erlendssonar, fljótaskrift.

Skreytingar

Fyrirsögn með stærra letri á bl. 1r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Spássíugrein á bl. 21r.

Band

Band frá 1772-1780 (201 mm x 156 mm x 10 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Spjaldblöð eru úr prentaðri bók. Blár safnmarksmiði á kili.

Saurblað tilheyrir bandi.

Fylgigögn

Seðill (94 mm x 100 mm) með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um uppruna og feril á rektóhlið, festur við blað 14r.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 17. aldar í  Katalog I , bls. 690, en virkt skriftartímabil Jóns Erlendssonar var á árunum 1625-1672. Handritið var áður hluti af stærri bók (sjá seðil).

Ferill

Árni Magnússon fékk frá Sigurði Magnússyni á Ferju (Sandhólaferju) (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 7. október 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði skv. reglum TEI P5 2. mars 2009 og jók við 4. ágúst 2009 og síðar.
  • ÞS færði inn grunnupplýsingar 29. nóvember 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 7. september 1887(sjá Katalog I 1889:137 (nr. 242) .

Viðgerðarsaga

Birgitte Dall gerði við í júlí 1961.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Negatíf filma á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, keypt af Arne Mann Nielsen 2. september 1980 (í öskju 213).

Notaskrá

Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Sylloge sagarum. Resenii bibliotheca. Vatnshyrna,
Umfang: s. 9-53
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Veturliði Óskarsson
Titill: Opuscula XVII, Slysa-Hróa saga
Umfang: s. 1-97
Lýsigögn
×

Lýsigögn