Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 497 4to

Hallfreðar saga vandræðaskálds ; Ísland, 1687-1689

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-45v)
Hallfreðar saga vandræðaskálds
Titill í handriti

Hallfreðar Saga

Upphaf

Þorvaldur hét maður og var kallaður skiljandi …

Niðurlag

… og lýkur hér sögu Hallfreðar vandræðaskálds.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 46 blöð (210 mm x 163 mm). Blað 45v er autt að hálfu, blað 46 er autt.
Tölusetning blaða

Blaðmerkt er með rauðu bleki 1-45.

Kveraskipan

Sex kver.

  • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 25-32, 4 tvinn.
  • Kver V: blöð 33-40, 4 tvinn.
  • Kver VI: blöð 41-46 ásamt spjaldblaði sem myndar tvinn með blaði 42; 3 tvinn + 1 stakt blað (blað 41).

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 150 mm x 110-115 mm.
  • Línufjöldi er ca 15-19.
  • Strikað hefur verið fyrir innri og ytri spássíu með þurroddi.
  • Vísuorð eru sér um línu (sjá t.d. á blaði 38v).
  • Kaflatal er á spássíu: I-XI (sjá t.d. á blaði 29v).

Ástand

  • Gat eftir bókaorm er neðarlega á blöðum frá fremra saurblaði allt að blaði 43; sömuleiðis má sjá ummerki eftir orm á aftasta blaði og á aftara spjaldblaði.
  • Síðari tíma undirstrikanir eru víða við orð og setningar; ýmist eru leiðréttingar á milli lína (sbr. t.d. á blaði 28r) eða á spássíu (sbr. t.d. á blaði 30r) og sumstaðar er undirstrikun látin nægja eins og dæmi eru um á blaði 40r).
  • Í síðari hluta handritsins eða frá og með blaði 26v og til loka er skrifað með ljósara bleki en í fyrri hlutanum.

Skrifarar og skrift

Skreytingar

  • Víðast hvar einkennir stór og örlítið fylltur upphafsstafur upphaf kafla (sbr. t.d. á blöðum15v og 35r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Lesbrigði á spássíum og milli lína eru með annarri hendi en hendi skrifarans (sjá t.d. blöð 19v og 27r), en handritið var borið saman við fólíóhandrit með hendi séra Jóns Erlendssonar í Villingaholti (AM 160 fol.), í eigu Ulr. Chr. Gyldenlöve (sbr. seðil).
  • Yngri leiðréttur titill: Hér byrjar Hallfreðs sögu.

Band

Band (220 null x 172 null x 10 null) er frá 1730-1780.  

  • Spjöld og kjölur eru klædd handgerðum pappír. Blár safnmarksmiði er á kili.

Fylgigögn

  • Seðill (129 mm x 103 mm)aftan á fremra saurblaði er með hendi Árna Magnússonar: þesse Hallfredar saga er Conererud vid hnd Sr Jons i Villinga hollte, i bok i folio sem er eign hans hój Excellence Hr Ulr. Chr. Güldenlewes.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi eftir Möðruvallabók fyrir Árna Magnússon. Skrifarinn er talinn hafa skrifað handritið ca 1687-1689, en það er tímasett til um 1700 í  Katalog I , bls. 666.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 11. nóvember 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • VH skráði handritið 2. júní 2009,
  • GI skráði 29. janúar 2002.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 22. júní 1887. Katalog I> , bls. 666 (nr. 1269). GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1730-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Bjarni Einarsson
Titill: , Hallfreðar saga
Umfang: 15
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Árni Magnússon : ævisaga
Lýsigögn
×

Lýsigögn