Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 485 4to

Ljósvetninga saga ; Ísland, 1675-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1v-68v (bls. 1-135))
Ljósvetninga saga
Titill í handriti

Ljósvetninga saga

Upphaf

Þorgeir goði bjó að Ljósavatni …

Niðurlag

… ef hann vill nokkuð leggja til bóta, …

Athugasemd

Það vantar aftan af sögunni. Skrifari hefur hætt uppskrift sinni nokkru neðan við miðju á blaði 68v.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
v + 68 + i blöð (205 mm x 170 mm). Blað 1r er autt.
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking 1-135; hefst á blaði 1v.

Kveraskipan

Níu kver.

  • Kver I: saurblöð iv-v + blöð 1-2, 2 tvinn.
  • Kver II: blöð 3-10, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 11-18, 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 19-26, 4 tvinn.
  • Kver V: blöð 27-34, 4 tvinn.
  • Kver VI: blöð 35-42, 4 tvinn.
  • Kver VII: blöð 43-50, 4 tvinn.
  • Kver VIII: blöð 51-58, 4 tvinn.
  • Kver IX: blöð 59-68, 5 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 140-150 mm x 90-95 mm.
  • Línufjöldi er ca 22-24.
  • Kaflaskipting: 1-31.
  • Griporð eru ýmist stök (sjá t.d. 2v-3r) eða lokalína blaðs endar á upphafsorði eða upphafsstöfum upphafsorðs næsta blaðs á eftir (sbr. t.d. á blaði 17v).
  • Hugsanlega hefur verið brotið upp á blöð til að afmarka leturflöt við ytri spássíu.

Ástand

  • Blað 3 er nánast laust úr bandinu; þarfnast viðgerðar.
  • Texti sést víða í gegn (sbr. blöð 14-19).
  • Seðill sem festur var á saurblað 3r hefur losnað. Hann þarf að festa á vinstra kanti svo að hægt sé að fletta honum. Seðil á saurblaði 2v þarf einnig að festa þannig.

Skrifarar og skrift

Nótur

  • Nótur á bókfelli í eldra bandi.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Band

Band (207 null x 170 null x 17 null) er frá 1880-1920.

Spjöld eru klædd pappír, strigi er á kili og hornum.

Í eldra bandi voru spjöld og kjölur klædd bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti með nótum.

Fylgigögn

Þrír seðlar:

  • Á saurblaði 2v er einn fastur seðill (156 mm x 114 mm) með hendi ritara Árna Magnússonar: fra sal. Assessor Thormod Toruesens enke 1720.
  • Tveir seðlar eru með hendi Árna. Annar seðillinn (189 mm x 124 mm) er á saurblaði 3r: fragmentum Liosvetninga-sgu (svo hefr Asgeir Jonsson titulerat þad framan ä saurblade bokarinnar.) Ex Num. 12. þetta er audsynilega skrifad epter minni bok med hendi Jons Hkonarsonar. confereratur obiter et discerptarum est. [á verso-síðu seðilsins:] fragmentum þetta byriadezt ä þeim ordum: er Þorvaldr spurdi þetta. p.m. 116 efst ä sidunni. og nädi svo ut til endansside. var med hende Asgeirs, hinn (165 mm x 104 mm) er á saurblaði 4r: pag. 48. til stirnu] til þess sem qvelldstiarnann kiæmi upp, sem [yfirstrikad: uppkiemur], ad älidnu sumre, [yfirstrikad: kiemur upp] apter solsetur, og eiga verkamenn so leingi uppi ad vera ä qvelldum til veka. kalla sumir þvi stirnu þessa, ad gamni sier kaupmanna stirnu.
.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til loka 17. aldar í  Katalog I , bls. 659.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá ekkju Þormóðs Torfasonar 1720 (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 2. júlí 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 22. apríl 2009; lagfærði í desember 2010, GI skráði 16. janúar 2002 Kålund gekk frá handritinu til skráningar 15. júní 1887. Katalog I; ,bls. 659-660 (nr. 1257).

Viðgerðarsaga

Bundið af Otto Ehlert á árunum 1880-1920.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: , Ljósvetninga saga með þáttum. Reykdæla saga ok Víga-Skútu. Hreiðars þáttr
Ritstjóri / Útgefandi: Björn Sigfússon
Umfang: 10
Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson
Titill: AM 561 4to og Ljósvetninga saga, Gripla
Umfang: 18
Höfundur: Jón Helgason
Titill: , Syv sagablade (AM 162 C fol, bl. 1-7)
Umfang: s. 1-97
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Athuganir Árna Magnússonar um fornsögur, Gripla
Umfang: 4
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Andersen, Merete Geert
Titill: , Colligere fragmenta, ne pereant
Umfang: s. 1-35
Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Safn Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM 485 4to
  • Fleiri myndir
  • LitaspjaldLitaspjald
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn