Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 472 4to

Þórðar saga hreðu ; Ísland, 1690-1710

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-47r)
Þórðar saga hreðu
Titill í handriti

Þórðar hreðu saga

Upphaf

Þórður hét maður, son Hörða-Kára …

Niðurlag

… höfum vér ekki heyrt fleira með sannleik af honum sagt.

Baktitill

Og lýkur hér nú sögu Þórðar hreðu.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 48 + i blöð (215 mm x 165-170 mm). Blöð 47v-48v eru auð; blað 47r er autt að hálfu.
Tölusetning blaða

Blaðmerking með rauðu bleki 1-47; blað 48 er ómerkt.

Kveraskipan

Sex kver.

  • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 25-32, 4 tvinn.
  • Kver V: blöð 33-40, 4 tvinn.
  • Kver VI: blöð 41-48, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 160 mm x 130 mm.
  • Línufjöldi er ca 20-22.
  • Griporð eru á blöðum 1r-9r.
  • V. á spássíum er merki um vísur í texta (sjá t.d. blöð 32v, 36r og 37r).

Ástand

  • Gat eftir bókaorm - frá blaði 1 að aftara saurblaði, það má því gera ráð fyrir að þessi ormur hafi lifað sínu lífi fyrir tíma þessa bands eða fyrir 1880-1920 (sjá upplýsingar um bandið). Gatið er neðarlega á ytri spássíu og utan textaflatar.
  • Rifnaði hefur af neðra horni blaða 30r-31v.

Skrifarar og skrift

  • Skrifari er óþekktur; blendingsskrift.

Band

Band (220 mm x 175 mm x 13 mm) er frá 1880-1920.

Strigi er á kili og hornum, pappírsklæðning.

Í eldra bandi voru spjöld og kjölur klædd bókfelli úr Jónsbókarhandriti (frá um 1600) með rauðum fyrirsögnum og skrautstöfum. Á þessum blöðum er brot af Landsleigubálki, hér kallaður Búnaðarbálkur. Blöð úr þessu handriti hafa verið notuð í band á önnur handrit safnsins.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og er tímasett til um 1700 í  Katalog I , bls. 656.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 21. apríl 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 15. apríl 2009; lagfærði í desember 2010, GI skráði 19. desember 2001, Kålund gekk frá handritinu til skráningar 9. júní 1887. Katalog I; bls. 656 (nr. 1244).

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn