Skráningarfærsla handrits

AM 443 4to

Eyrbyggja saga ; Ísland, 1600-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-33v)
Eyrbyggja saga
Titill í handriti

Hier Byriar Eyrbyggiu Edur Þornesinga | Sỏgu

2 (33v-40r)
Gunnars saga Keldugnúpsfífls
Titill í handriti

Sagan Af Gunnare KiellduGnvps Fifle

3 (40r-48r)
Hrafnkels saga Freysgoða
Titill í handriti

Sagan Af Hrafnkiele Goda Sonar Hallfredar Land|näms Manns

Athugasemd

Bl. 48v autt.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
48 blöð ().
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerkt 114-209.

Umbrot

Skrifarar og skrift

Ein hönd, Brynjólfur Jónsson á Efstalandi.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Fjöldi spássíugreina og leiðréttinga með hendi Þormóðs Torfasonar.

Band

Spjöld og kjölur klædd bókfelli úr kirkjulegu latnesku handriti.

Fylgigögn

  • Engir seðlar með hendi Árna Magnússonar.
  • Tveir innskotsseðlar, við bl. 1 og 2, með hendi Þormóðs Torfasonar.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað af Brynjólfi Jónssyni á Efstalandi. Tímasett til 17. aldar í  Katalog I , bls. 639. Hefur, eftir því sem blaðsíðutal segir til um, áður verið hluti af stærri bók. Í þeirri bók virðist einnig hafa verið AM 463 4to, skrifað 1664 með sömu hendi, sem Árni Magnússon telur einnnig vera á hluta úr Sturlunga sögu í AM 449 4to, Göngu-Hrólfs sögu í AM 587 c 4to og sögum úr AM 342 4to (sbr. AM 435 b 4to, bl. 17v og 18 (bls. 78-79 í prentaðri útgáfu)).

Ferill

Bókin sem handritið tilheyrði var nr. XVI 4to í safni Þormóðs Torfasonar.

Aðföng

Afhendingu frestað.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 639 (nr. 1212). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886 DKÞ skráði 15. ágúst 2003.

Viðgerðarsaga

Í láni vegna rannsókna á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn frá 18. apríl 1997.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Scott, Forrest S.
Titill: , Eyrbyggja saga. The vellum tradition
Umfang: 18
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Titill: , Austfirðinga sögur
Ritstjóri / Útgefandi: Jakobsen, Jakob
Umfang: 29
Titill: , Austfirðinga sögur
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Jóhannesson
Umfang: 9
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: , Partalopa saga
Ritstjóri / Útgefandi: Præstgaard Andersen, Lise
Umfang: 28
Höfundur: Foote, Peter
Titill: Kreddur, Skömm er óhófs ævi. On Glaucia, Hrafnkell and others
Umfang: s. 128-143
Lýsigögn
×

Lýsigögn