Skráningarfærsla handrits

AM 408 g 4to

Biksupaannálar Jóns Egilssonar ; Ísland, 1700-1725

Athugasemd
Afrit af handriti með hendi séra Jóns Erlendssonar í Villingaholti (e.t.v. AM 213 fol.) (sbr. spássíugrein á 1r).
Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-4v)
Biskupaannálar Jóns Egilssonar
Titill í handriti

Nockrar Frasagner Þeirra Hlu|ta sem ädur a Fyrre tímum hafa skied I Tid þeirra biskupa sem fyrre voru …

Upphaf

Þad er her so sem i fleirum frasógnum ad her verdur margs ad giæta ...

Niðurlag

... hann deyde 1193

Athugasemd

Hluti af ritinu, upphafið og að Páli Jónssyni biskupi.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Vatnsmerki 1: Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam, með fangamarki "AJ" undir (bl. 1, 3, 4, 6 ).

    Ekkert mótmerki.

Blaðfjöldi
6 blöð (204-205 mm x 155 mm). Auð blöð 5 og 6.
Tölusetning blaða

Blaðmerking 1-4 (1r-4r) með rauðu bleki, með hendi Kålunds.

Kveraskipan

Eitt kver bl. 1-6 (1+6, 2+5, 3+4), 3 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 146-160 mm x 122-127 mm.
  • Línufjöldi er 17-18.

Skrifarar og skrift

Ein hönd, Frans Ibsson, fljótaskrift, sjá: AM 456 fol., bl. 19r.

Skreytingar

Upphafsstafir dregnir hærri (1-2 línur).

Fyrirsögn og fyrsta lína í kanselliskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á 1r er spássíugrein með hendi Árna Magnússonar: Efter hendi Sera Jons i Villingahollti ä bok Gudrunar Þorgilsdottur, sem nu er hia mier.
  • Aftan við textann á 4v bætir Árni Magnússon við: VII. biskup Pall Jonsson etc.

Band

Sennilega band frá 1880-1887 (205 mm x 155 mm x 2 mm). Þunn pappakápa og er pappír límdur innan á kápuna. Handritið getur ekki verið bundið seinna en 1887, sbr. athugasemd Kålunds á fremra spjaldblaði. Handritið liggur í öskju með AM 408 a-i 4to.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað á Íslandi og af séra Frans Íbssyni (sbr. AM 477 fol.) og tímasett til upphafs 18. aldar( Katalog (I) 1889:612). Eftirrit eftir handriti sem Jón Erlendsson í Villingaholti skrifaði og Guðrún Þorgilsdóttir á Ingjaldshóli átti

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. febrúar 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 16. febrúar 2024.
  • GI skráði 28. nóvember 2002.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 20. apríl 1887 ( Katalog (I) 1889:612 (nr. 1170).

Viðgerðarsaga

Otto Ehlert batt á árunum 1880-1887.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn