Skráningarfærsla handrits

AM 407 4to

Um Skálholts- og Hólabiskupa o.fl. ; Ísland, 1700-1704

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1v-49v)
Biskupaannálar Jóns Egilssonar
Höfundur

Jón Egilsson

Upphaf

Sa hiet Teitur Er Skalholt bigde first

Niðurlag

þa huorke erfa biskupa nie abota eda | Abbadyser, helldur kirkia og abbadyser

Athugasemd

Bl. 26 og 50 auð.

2 (51r-217v)
Annálar Björns á Skarðsá
Höfundur

Björn Jónsson á Skarðsá

Titill í handriti

Um Biskupana Stepan Og Augmund Palsson | vr Annalum Biorns Jonssonar | A Skardsa

Upphaf

A dogumm biskups Stepanar

Niðurlag

Stepane Hallkelssyne a Stad j Grynda|vÿk

Athugasemd

Hér er fjallað um Skálholtsbiskupa frá Ísleifi til Jóns Vídalíns (1056-1703).

Bl. 68v, 76, 94v, 95-96 auð.

Efnisorð
3 (218r-218r)
Annálsgreinar frá árunum 1705-1708
Upphaf

1705. Reiste Arne Magnusson

Niðurlag

1708. Þormodur Torfason var i Kaupenhafn.

Athugasemd

Greinarnar fjalla allar um Árna Magnússon, Magnús Sigurðsson í Bræðratungu og Þormóð Torfason.

Bl. 218v autt.

Efnisorð
4 (219r-324r)
Annálar Björns á Skarðsá
Höfundur

Björn Jónsson á Skarðsá

Titill í handriti

Registrann | Þeirra Bıskupa sem Verid Hafa | yfuer Hola biskupsdæme … Samanskrifuad Epter Firre All|da frodleiks Manna Annalum | Einkum Biorns Jonssonar A Skards

Upphaf

Anno 1106 a 26 are Biskupsd|oms Gißura

Niðurlag

huar af hann do | nockrum dogumm sydar

Athugasemd

Hér er fjallað um Hólabiskupa frá Jóni Ögmundarsyni til Björns Þorleifssonar (1106-1700). Umfjöllunin byggir einkum á annálum Björns á Skarðsá.

Bl. 324v og 325 auð.

Efnisorð
5 (326r-342v)
Hungurvaka
Titill í handriti

Hungurvaka

Upphaf

Bækling þennan kalla eg Hunguruoku

Niðurlag

vid Ohlydna menn og Ranglata

Athugasemd

Aftan við er sama athugasemd og Þórður Jónsson gerði í AM 408 e 4to (enda eru þessi handrit náskyld ( Jón Helgason 1938:47 ), um frásagnir sem hann hugðist láta fylgja í kjölfar Hungurvöku, en þær eru frá Jóni Eggertssyni og Birni á Skarðsá. Þann texta hefur Magnús Magnússon ekki skráð, en níu blöð eru auð til marks um ætlun hans.

Bl. 343-351 auð.

Efnisorð
6 (352r-355r)
Um undarlega viðburði sem sést hafa hér á Íslandi og annarstaðar
Titill í handriti

Vmm vndarlega Vidburde Sem Siest hafua | hier a Jslande og Annarstadar

Upphaf

Anno 1595. Eirn dag er folk for fra messo j Skalhollte

Niðurlag

enn þeir vidleitudust tyndust flester

Athugasemd

Bl. 355v og 356-357 auð.

7 (358r-366v)
Registur yfir þessa bók viðvíkjandi Skálholts- og Hólabiskupum og þeirra stjórnun
Titill í handriti

Registur yfuer Þessa Bok | Viduykiande Skalhollts Og Hol | biskupum og þeirra Stiornun

Upphaf

Nær Sklholt bygdist

Niðurlag

1699 dottur biskups Jons Vigfussonar - 216

Athugasemd

Á bl. 363r hefst umfjöllunin um Hólabiskupa og þar er þessi fyrirsögn: Registrann Þeirra biskupa | sem verid hafa A Holum.

Bl. 367r autt.

Blað 367v er viðbót með hendi skrifara. Hér eru annálsgreinar sem ná yfir árin 1667-1670 og hefur skrifari ætlað þeim stað strax á eftir umfjölluninni um Gísla Þorláksson biskup á bl. 366r, enda er nafn hans notað sem fyrirsögn á þessa viðbót.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
i + 367 + i blöð (200-207 mm x 154-163 mm).
Tölusetning blaða

Blaðmerkt 2-354 (2r-356r). Á stöku stað hefur verið farið ofan í blaðtöl, einkum til að skýra þau, en einnig kemur fyrir að blaðtal vantar og þá er því bætt við. Á nokkrum stöðum hefur skrifari tví- og jafnvel þrítekið sama blaðtalið og þá hefur e-r jafnvel bætt því númeri sem vantar, við það sem fyrir er: 320-21 og 336-37, eða skrifað a, bis eða ter: 1bis, 233a, 233bis, 279bis, 279ter og 301bis. Sá hinn sami heldur síðan blaðmerkingunni áfram: 355-365 (357r-367r).

Kveraskipan

Fimmtíu kver og tvö stök blöð:

  • Kver I: 12 blöð, 6 tvinn.
  • Kver L: 11 blöð, 5 tvinn og stakt blað.
  • Kver VIII, XVIII, XLII: 10 blöð, 5 tvinn.
  • Kver II, XI, XV-XVII, XX-XXII, XXIV-XXVIII, XXX-XXXII, XXXIV, XXXVI, XXXVIII, XLIII, XLVI-XLVIII: 8 blöð, 4 tvinn.
  • Kver XLV, XLIX: 7 blöð, 3 tvinn og stakt blað.
  • Kver III-VII, XII-XIV, XIX, XXIII, XXIX, XXXIII, XXXV, XXXVII, XXXIX-XLI, XLIV: 6 blöð, 3 tvinn.
  • Kver IX-X: 4 blöð, 2 tvinn.

Umbrot

  • Leturflötur er .
  • Línufjöldi er 22-32.
  • Síðutitlar víðast hvar, nema á öftustu blöðunum.
  • Griporð víðast hvar, en þó hanga síðustu orð á síðu á stöku stað undir leturfleti í stöðu griporðs.

Ástand

  • Blettir eru á stöku stað.
  • Skrifað er ofan í texta á stöku stað.
  • Göt: 176, 177, 202, 297, 299, 310, 312, 320.
  • Víða er til áherslu strikað undir með rauðu.

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Magnús Magnússon.

Skreytingar

Bl. 329r og 334r: Upphafsstafir með mannamynd.

Bl. 219r, 234r, 241r, 336v og 358r: Upphafsstafir ögn skreyttir.

Titlar skrifaðir með ögn stærra letri.

Upphöf kafla skrifuð með ögn stærra letri.

Bl. 1r: Rammi utan um titilsíðu.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Spássíugreinar:
  • Ártöl og athugasemdir við textann með hendi skrifara eru mjög víða á spássíum.
  • Athugasemdir við textann með ýmsum höndum eru víða, t.d. með hendi Jóns Ólafssonar úr Grunnavík.
  • Tölustafir: 47r, 49r, 110r, 178v, 209v, 215r, 261v-262r, 286v-287r, 358r-360v, 363r-366v.
  • Áherslumerki eru víða.
  • Víða er strikað  niður eftir texta.

Band

Tréspjöld og kjölur klædd skrautþrykktu kálfskinni með tveimur spennum. Kjölur er upphleyptur, en efst á hann er skrifað safnmarkið og þar fyrir neðan eitthvað sem orðið er býsna máð. Ný spjaldblöð og saurblöð að framan og aftan. Á fremra spjaldblað hefur verið límt rifrildi úr skrifuðu blaði. Handritið er í öskju.  

Fylgigögn

  • Í öskju með handritinu liggja gömlu spjald- og saurblöðin, svo og blöð úr bandi. Allt er þetta bundið í pappakápu og límt á móttök. Hér er varðveitt eitt blað og þrír blaðpartar. Efni þessa er (í þeirri röð sem það eru bundið):
  • Blað 1 (blaðpartur): Vera kann að bl. 1 og 3 séu hlutar af sama blaði, en á þessum blaðstubbum er yfirlit yfir skatta í Ísafjarðarsýslu, sem greiddir voru vegna stríðsrekstrar Danakonungs.
  • Blað 2 (blaðpartur): E.t.v. sendibréf frá Magnúsi Magnússyni sýslumanni og skrifara handritsins (það er þó ekki með hans hönd), eða til hans, þar sem fjallað er um ómagaflutning á einhverjum Jóni og fjölskyldu hans frá Snæfjallastrandarhreppi.
  • Blað 3 (blaðpartur): sjá blað 1.
  • Blað 4 (heilt blað): Sendibréf til Magnúsar Magnússonar, frá tengdasyni hans séra Halldóri Pálssyni í Selárdal, dagsett 3. október 1698. Aftan á þessu bréfi eru annálsgreinar um erlenda atburði með hendi skrifarans.
  • Í plastmöppu eru saumþræðir úr gamla bandinu.
  • Fastur seðill við bl. 12v, þar sem skrifari fjallar um Vilkinsmáldaga.
  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn um forvörslu.
  • Laus seðill með upplýsingum um skrifara.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað af Magnúsi Magnússyni sýslumanni á árunum 1700-1704 ( Jón Helgason 1938:47 , bl. 322v (annálsgrein frá 1700) og að Magnús lést árið 1704).

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið árið 1710 frá Þorbjörgu Sigurðardóttur á Auðkúlu í Arnarfirði. Eiginmaður Þorbjargar, Torfi Magnússon, átti handritið 3. júní 1706, en hann keypti það af Jóni Magnússyni, syni skrifarans (sbr. gamalt spjald- og saurblað).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 29. janúar 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Birgitte Dall gerði við handritið og hefti það að nýju og skipti um spjald- og saurblöð í júlí 1968.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn