Skráningarfærsla handrits

AM 406 a II 5 4to

Lárentíus saga biskups ; Ísland, 1660-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-1v)
Samtíningur
Upphaf

nu vardar ei þott sa seyder

Niðurlag

tiltekist se favyslega, einfalldliga

Athugasemd

Ekki er um samfelldan texta að ræða, heldur virðast hér vera sjálfstæðar setningar eða textabrot. Óvíst er hvort nokkurt þeirra er í reynd úr Lárentíus sögu, þrátt fyrir titil á titilsíðu.

2 (2r-2v)
Lárentíus saga biskups
Titill í handriti

Or Sogu Larentii Biskups

Upphaf

Þad giordizt til tidinda a jslande ad elldur kom vpp vr heklu

Niðurlag

or lofte ofan kom elldur sa

Athugasemd

Hluti af sögunni.

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
2 blöð ().
Kveraskipan

Tvinn (2 blöð).

Umbrot

  • Leturflötur er .
  • Línufjöldi er 13-21.
  • Griporð á 2r.

Ástand

Einhvern tíma hefur tvinnið legið margsamanbrotið.

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Benedikt Pétursson.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á spássíu á 2r er viðbót með hendi skrifara.
  • Á spássíu á 2r er athugasemd með blýanti um að handritið sé afrit af AM 406 a I 4to.

Band

Band frá mars 1966 (218 mm x 187 mm x 3 mm). Pappakápa. Saumað á móttök. Handritið liggur í öskju með AM 406 a II 1 4to - AM 406 a II 4 4to.

Fylgigögn

Fastur seðill (164 mm x 103 mm)fremst með hendi Árna Magnússonar: Þetta sýnist mér vera hönd síra Benedikts á Hesti, id est sama og á Eyrbyggju 8vo. Seðillinn er í reynd tvinn og hefur Árni einungis skrifað á fremsta blaðið.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað af séra Benedikt Péturssyni á Hesti (sbr. seðil), sennilega á árunum 1660-1700. Kålund tímasetur handritið til 17. aldar ( Katalog (I) 1889:608 ).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 25. júlí 1973.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn í mars 1966. Eldra band fylgdi ekki með, enda óvíst að þau handrit sem nú liggja saman í öskju merktri AM 406 a II 4to hafi áður verið saman í bandi.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Safn Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM 406 a II 5 4to
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn