Skráningarfærsla handrits

AM 258 4to

Bréfabók Skálholtsstóls ; Ísland, 1643

Tungumál textans
danska (aðal); íslenska

Innihald

(1r-205v)
Bréfabók Skálholtsstóls
Athugasemd

Hér er varðveitt stórt safn konungsbréfa (hluti þeirra á dönsku), dómar, vitnisburðir o.þ.h. (samtals 160 efnisþættir), frá 16. og 17. öld. Að lokum er hér reikningsyfirlit yfir kostnað og tekjur Skálholtsdómkirkju og skólans í meðalári.

Bl. 22-24, 129, 147v-152, 175-177 auð.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
205 blöð ().
Tölusetning blaða

Gömul blaðsíðumerking, en ónákvæm, þar sem tíðum hefur m.a. verið hlaupið yfir síður.

Umbrot

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Band

Brúnt þrykkt leðurband með tveimur spennum.  

Fylgigögn

  • Þrír seðlar með hendi Árna Magnússonar, en af þeim sést að handritið hefur upphaflega verið í Skálholti.
  • Seðill 1 (163 mm x 103 mm): Þessa bók sá Árni Hannesson seinast á árinu 1702 hjá Jóni Bjarnasyni, ráðsmanni á Hlíðarenda, og vildi Jón henni eigi sleppa. Ætlar Árni hún muni hjá honum í part verið hafa. Kannski frá Brynjólfi Þórðarsyni. Þessi bók heyrir, óefað, dómkirkjunni til. Vide hina, sem er in folio, og ég fékk af Sigurði Sigurdssyni, hver þar skrifast að vera vidimeruð eftir bréfabók Stólsins. Id est þessari.
  • Seðill 2 (166 mm x 102 mm): Síra Bjarni Hallgrímsson segir að þá hann var biskupssveinn, (sirka 1676 eða 80) hafi í Skálholti verið bók í 4to í svörtu bandi, með hendi Hákonar Ormssonar (veit ei hvort til láns var eða staðarins eign) þar hafi verið afcopieruð ein og önnur gömul Skálholtsbréf úr stiftskistunni og síðast allra reikningar mag[isters] Brynjólfs, upp á allar Skálholtsstaðar inntektir og útgiftir. Þessa bók segist hann hafa haft við höndina, þá hann eftir mag[ister] Þórðar skipun öll þau gömlu bréfin ígegnum skoðað hafa, og segist hann í þá bók, er ég frá Hlíðarenda hefi, afcopierað hafa öll þau Skálholtsbréfin, er ei hefi staðið í nefndri siðastri bók.
  • Seðill 3 (159 mm x 97 mm): Hactenus rituð.
  • Nákvæm lýsing Jóns Sigurðssonar laus hjá í öskju.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað af Hákoni Ormssyni landþingsskrifara og tímasett til 1643 í  Katalog I , bls. 519.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 14. nóvember 1973.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 519 (nr. 989). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886. GI skráði 2. október 2001.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn