Skráningarfærsla handrits

AM 250 a 4to

Inntak úr sendibréfum um lögfræðilegt efni ; Ísland, 1650-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-32v)
Sendibréf
Titill í handriti

Inntak úr sendibréfum ýmsra vitra manna um lagaskilning, föður mínum til skrifuðum

Athugasemd

27 sendibréf eða útdrættir bréfa, frá Birni Jónssyni á Skarðsá til Guðmundar Hákonarsonar, um lögfræðilegt efni. Hér eru og varðveittar vangaveltur Guðmundar Hákonarsonar um áttundu erfð og hans eigið svar þar uppá. Handritinu lýkur á miðju bl. 32v með fyrirsögn að 28. bréfi Björns á Skarðsá.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
32 blöð ().
Umbrot

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Skreytingar

Tómur rammi ætlaður um skjaldarmerki.

Band

 

Fylgigögn

Upplýsingar á seðli með hendi Árna Magnússonar í AM 250 b 4to eiga við um þetta hdr.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað af Þorkatli Guðmundssyni (sjá seðil í AM 250 b 4to) og tímasett til c1650-1700, en til 17. aldar í  Katalog I , bls. 515.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið fyrst að láni árið 1708 hjá Þorleifi Arasyni frá Haga, en Þorleifur gaf honum það síðan 1711 (sjá seðil í AM 250 b 4to).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 28. september 1973.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 515 (nr. 980). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886. GI skráði 1. október 2001. Már Jónsson skráði seðla Árna Magnússonar í febrúar 2000.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen í júní 1973.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Sendibréf

Lýsigögn