Skráningarfærsla handrits

AM 230 4to

Uppkast að ritgerðum um lögfræði ; Ísland, 1600-1655

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-69v)
Uppkast að ritgerðum um lögfræði
Höfundur

Þorsteinn Magnússon

Athugasemd

Strikað hefur verið yfir sumt og margt er óheilt. Meðal efnis er: Um skyldu sýslumanna til að gera hvers manns lög og rétt (bl. 3 og áfr.), Um ógilda alþingis dóma (bl. 17 og áfr.), Ámóti allra óærlegra manna eiðum (bl. 23 og áfr.), Gegn alþingissamþykktinni 1644 um nauðsynleg skylduhjú (bl. 31. og áfr.) og Um umboðs ómaga uppátseyrir (bl. 55 og áfr.).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
69 blöð ().
Umbrot

Ástand

Blöðin að hluta til fúin og illa farin.

Skrifarar og skrift

Ein hönd að mestu.

Band

Band frá því í ágúst 1973.  

Fylgigögn

  • Fastur seðill (75 mm x 147 mm) með hendi Árna Magnússonar: Varia Þorsteins Magnússonar frá Kort Magnússyni í Árbæ.
  • Fjórir seðlar við bl. 32, 37, 41 og 55.

Uppruni og ferill

Uppruni

Að mestu með hendi Þorsteins Magnússonar, en hann lést 1655. Handritið er tímasett til 17. aldar í  Katalog I , bls. 499.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá Kort Magnússyni í Árbæ (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 17. júlí 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 499 (nr. 951). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886. GI skráði 24. september 2001.

Viðgerðarsaga

Viðgert í desember 1964.

Bundið inn í ágúst 1973. Gamalt band fylgdi með.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn