Skráningarfærsla handrits

AM 218 a 4to

Um meðgöngutíma kvenna ; Ísland, 1700-1725

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína

Innihald

(1r-4v)
Um meðgöngutíma kvenna
Titill í handriti

Um viðvörun til sýslumanna, Samtök herra biskupsins Magistur Brynjólfs Sveinssonar Anno 1651. Um ýmislegan kvenna meðgöngutíma.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki: Stór ProPatria (Maid of Dort) (bl. 1, 4 ).
  • Mótmerki: Fangamark ACD eða (bl. VCD ( 2, 3 ).

Blaðfjöldi
4 blöð (206 mm x 164 mm). Blað 4v er autt.
Tölusetning blaða

Blaðmerking með svörtu bleki 1-4, í efra horni, síðari tíma viðbót.

Kveraskipan

Eitt kver:

  • Kver I: bl. 1-4 (1+4, 2+3) 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 170 mm x 130 mm.
  • Línufjöldi er 18-20.

Ástand

  • Fremsta blað upplitað við jaðar og kjöl.
  • Bleksmitun.

Skrifarar og skrift

Með hendi Þórðar Þórðarsonar, íslenska er skrifuð með fljótaskrift, latína með húmanískri skrift.

Skreytingar

Upphafstafir eru aðeins hærri en stafir meginmáls.

Band

Band frá árunum 1771-1780. Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Titill og safnmark skrfað framan á kápu. Límmiði með safnmarki er á kili. 

Fylgigögn

Einn seðill (165 mm x 102 mm) með hendi Árna Magnússonar. Á seðlinum fjallar Árni Magnússon um forritið, sem var afrit af Alþingisbók: Þetta scriptum mag[isters] Brynjólfs er ritað eftir hendi Páls Gíslasonar landskrifara, og stóð það mitt innan í Alþingisbók anno 1651 hverja Páll Gíslason með öðrum þingbókum af copierað hafði. Ég hefi annars aldrei séð það í nokkurri original þingbók, og hefi ég þó nokkur exemplaria haft af þingbók þess árs, undir hendi Þórðar Henrikssonar, sem þá var landskrifari.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað á Íslandi, og er tímasett til upphafs 18. aldar í Katalog I , bls. 487.

Ferill

Kålund telur að Árni Magnússon hafi fengið AM 218 a-c 4to frá Leirárgörðum.

En hins vegar er það líklegra að Árni hafi fengið skrifara sinn, Þórð Þórðarson til að skrifa upp handritið, þegar Árni dvaldi á Íslandi árin 1702-1712.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 15. desember 1973.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG uppfærði skráningu með gögnum frá BS, 8. febrúar 2024.
  • GI skráði 17. september 2001.
  • Tekið eftir Katalog I, bls. 487, (nr. 921). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886.
Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn