Skráningarfærsla handrits

AM 216 d I-III 4to

Sendibréf ; Ísland, 1634-1638

Innihald

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
i + 11 + i blöð.
Tölusetning blaða

  • Handritin hafa öll verið blaðsíðumerkt í einu á seinni tímum 1-22, þar sem einungis oddatölur eru færðar inn (aðeins einu sinni slétt tala: 22).
  • Síðari tíma blaðmerking með fjólubláum lit 1-11.

Band

Band frá september 1970 (214 mm x 185 mm x 9 mm). Pappaspjöld og kjölur klædd fínofnum líndúki. Saumað á móttök. Handritið liggur í öskju með öðrum handritum í AM 216 a-f 4to.

Eldra band frá 1772-1780 liggur í öskju með handritinu. Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Spjaldblöð eru blöð úr prentaðri bók.

Fylgigögn

  • Fastur seðill fremst með hendi Árna Magnússonar, með upplýsingum um feril. Seðillinn er í reynd tvinn og er fremra blaðið óskrifað.
  • Efnisyfirlit Jóns Sigurðssonar liggur sér í pappakápu með línkili.

Uppruni og ferill

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið að láni hjá Magnúsi Arasyni árið 1705 (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 1. nóvember 1973.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn í september 1970.

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen 9. apríl 1973. Annað eintak gert áður.

Hluti I ~ AM 216 d I 4to

Tungumál textans
íslenska
1 (1r-6r)
Sendibréf frá Birni Jónssyni á Skarðsá til Guðmundar Hákonarsonar
Athugasemd

Bréfið er dagsett 13. maí.

Fjallar um erfðir og fátækraframfærslu. Einnig minnist Björn á skýringar sínar við Höfuðlausn Egils Skallagrímssonar.

Utanáskriftin er á 6v.

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
6 blöð ().
Tölusetning blaða

  • Síðari tíma blaðsíðumerking 1-11 (1r-6r), þar sem einungis oddatölur eru færðar inn.
  • Síðari tíma blaðmerking með fjólubláum lit 1-6 (1r-6r).

Kveraskipan

Þrjú stök tvinn, 6 blöð

Umbrot

  • Leturflötur er .
  • Línufjöldi er 35-40.
  • Síðustu orð á síðu hanga á stöku stað undir leturfleti.

Ástand

Á bl. 5 og 6 eru göt sem gert hefur verið við, en á bl. 6 er texti óverulega skertur af þessum sökum.

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Björn Jónsson á Skarðsá.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Viðbætur og leiðréttingar með hendi skrifara á stöku stað á spássíum.
  • Tölustafir með hendi skrifara víða á spássíum.
  • Athugasemd við texta með annarri hendi á 6v.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað af Birni Jónssyni á Skarðsá c1634, en Kålund tímasetur handritið til fyrri hluta 17. aldar ( Katalog (I) 1889:485 ). Í bréfinu fjallar Björn um Höfuðlausnarskýringar sínar (5v) en sennilegt þykir að hann hafi lokið við þær árið 1634 ( Einar G. Pétursson 1998 :35).

Aðrar upplýsingar

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen 9. apríl 1973. Annað eintak gert áður.

Hluti II ~ AM 216 d II 4to

Tungumál textans
íslenska
1 (1r-3v)
Sendibréf frá Birni Jónssyni á Skarðsá til Guðmundar Hákonarsonar
Athugasemd

Bréfið er dagsett 25. febrúar.

Fjallar m.a. um fréttir og atvik úr samtímanum. Getur einnig um uppskrift sína á Íslendinga sögu.

Utanáskriftin er á bl. 3v.

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
3 blöð (204 +/- 1 mm x 165 +/- 1 mm).
Tölusetning blaða

  • Síðari tíma blaðsíðumerking 13-17 (1r-3r), þar sem einungis oddatölur eru færðar inn.
  • Síðari tíma blaðmerking með fjólubláum lit 7-9 (1r-3r).

Kveraskipan

Tvinn (2 blöð) og stakt bl.

Umbrot

  • Leturflötur er 189-198 mm x 140-141 mm.
  • Línufjöldi er 35-40.

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Björn Jónsson á Skarðsá.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Heimildatilvísanir með hendi skrifara víða á spássíum.
  • Tölustafir með hendi skrifara víða á spássíum.
  • Athugasemdir við texta með tveimur höndum á 3v.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað af Birni Jónssyni á Skarðsá c1635 ( Kålund 1906-1911:XXXVII , sjá einnig Þorleifur Hauksson 1972:xviii ).

Aðrar upplýsingar

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen 9. apríl 1973. Annað eintak gert áður.

Hluti III ~ AM 216 d III 4to

Tungumál textans
íslenska
1 (1r-2r)
Sendibréf frá Birni Jónssyni á Skarðsá til Guðmundar Hákonarsonar
Athugasemd

Texti lítillega skertur á bl. 1.

Bréfið er dagsett 20. febrúar 1638.

Fjallar um sjálfan sig og lagaskýringar sínar. Ræðir og um handrit af Speculum regale.

Utanáskriftin er á bl. 2v.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
2 blöð ().
Tölusetning blaða

  • Síðari tíma blaðsíðumerking 19-22 (1r-2v), þar sem einungis oddatölur eru færðar inn (aðeins einu sinni slétt tala: 22).
  • Síðari tíma blaðmerking með fjólubláum lit 10-11 (1r-2r).

Kveraskipan

Tvinn (2 blöð).

Umbrot

  • Leturflötur er .
  • Línufjöldi er 37-41.

Ástand

Skorið hefur verið neðan af handriti á bl. 1, þannig að texti er ögn skertur.

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Björn Jónsson á Skarðsá.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Athugasemd við texta með annarri hendi á bl. 2v.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað af Birni Jónssyni á Skarðsá 20. febrúar 1638 (2r).

Aðrar upplýsingar

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen 9. apríl 1973. Annað eintak gert áður.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Safn Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM 216 d I-III 4to
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn