Skráningarfærsla handrits

AM 176 4to

Kirkjuskipanir, lagaformálar, réttarbætur o.fl. ; Ísland, 1570

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-9r)
Lagaformálar
Athugasemd

Ásamt meðfylgjandi eiði.

Útdráttur.

Hér eru varðveittar þrjár réttarbætur.

2 (9v-30v)
Kristinréttur Árna biskups
Athugasemd

Með nokkrum viðbótum.

3 (30v-31r)
Skipan Eilífs erkibiskups 1320
4 (31r-31v)
Langaréttarbót Kristjáns konungs I. frá 1450
Niðurlag

kvnnvr ad þvi j nockrvm ſlik

Athugasemd

Vantar aftan af.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
31 blað ().
Umbrot

  

Ástand

Fúið og mjög illa farið, einkum á efri og neðri spássíum.

Skreytingar

Bl. 9v: Stór skreyttur upphafsstafur.

Upphafsstafir í ýmsum litum.

Rauðritaðar fyrirsagnir.

Band

Band frá september 1975.  

Fylgigögn

  • Einn seðill (150 mm x 96 mm) með hendi Árna Magnússonar: Kristinréttur nýr. id est: Árna biskups. Ekki enn nú registrerað.
  • Efnisyfirlit Jóns Sigurðssonar fylgir handritinu, þ.e. 1 blað í kápu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til c1570, en til 16. aldar í  Katalog I , bls. 456.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 4. febrúar 1976.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 456 (nr. 849). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 1886. GI skráði 12. ágúst 2002.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í september 1975. Eldra band fylgir með í öskju.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn