Manuscript Detail
AM 169 4to
There are currently no images available for this manuscript.
Jónsbók; Iceland, 1300-1350
Contents
Skuldareikningur
Griðamál
Jónsbók
Engin raunveruleg bálkaskipting. Kristindómsbálkur líkast til stuttur - samsvarandi eyðunni á milli bl. 4 og 5. Engin Farmannalög. Textinn hefur verið fylltur með réttarbótinni frá 1294.
Bl. 1r og 25v upphaflega auð.
Réttarbót Hákonar konungs 1314
Physical Description
- Víða eyður í handritinu.
- Neðri spássía hefur víða verið skorin burt.
- Bl. 1 rifið.
Upphafsstafir í ýmsum litum.
Rauðritaðar fyrirsagnir.
- Víða spássíugreinar, nöfn og aðrar viðbætur.
- Á bl. 25v er kvartað yfir því hve handritið er illlæsilegt.
- Á bl. 25v er skrifað með 16. aldar hendi: “Jon Jons son er ad læra þessa bok”.
- Á á bl. 38v er vísa með 17. aldar hendi.
Band frá því í júní 1977. mm x mm x mm
- seðill (131 mm x 111 mm) með hendi Árna Magnússonar: “Jónsbók réttarbót Hákonar konungs.”
- seðill (142 mm x 91 mm): “Hér sýnist muni vanta 1 blað og hefur þá á því eyða verið, og á þann máta 9 blöð í þessu fyrsta arki. Hefur svo aldrei í þessari bók verið fullkominn Kristinsdómsbálkur og eigi meira af honum en rúm hefur fengið á einu blaði.”
- Handritinu fylgir rækileg greinargerð Jóns Sigurðssonar, innfest á kápu.
History
Tímasett til fyrri hluta 14. aldar í Katalog I, bls. 445. Sjá einnig tímasettningar í ONPRegistre, bls. 447, en þar eru blöðin tímasett með eftirfarandi hætti: bl. 1r (l. 1-5) til c1340, bl. 1r (l. 6-18) til c1380, bl. 1v-25r, 76v-78v til c1300-1350 og bl. 26r-76r til c1330.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 14. desember 1981.
Additional
Tekið eftir Katalog I, bls. 445-446 (nr. 837). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886. Haraldur Bernharðsson skráði 30. apríl 2001. Már Jónsson annaðist hlut Árna Magnússonar í febrúar 2000.
Viðgert og bundið á verkstæði Birgitte Dall í júní 1977. Eldra band fylgir í öskju með handritinu.
Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
Bibliography
Author | Title | Editor | Scope |
---|---|---|---|
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling | ed. Kristian Kålund | ||
Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre | ed. Den arnamagnæanske kommision | ||
Jóns saga Hólabyskups ens helga, | ed. Peter Foote | 2003; XIV | |
Már Jónsson | “Textatengsl nokkurra elstu handrita Jónsbókar”, Líndæla. Sigurður Líndal sjötugur 2. júlí 2001 | 2001; p. 373-387 |