Skráningarfærsla handrits

AM 153 4to

Kristinréttur Árna biskups ; Ísland, 1520-1560

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-24v)
Kristinréttur Árna biskups
Niðurlag

ſannleikur j hreınne ſa

Athugasemd

Vantar aftan af.

2 (25r-152v)
Jónsbók
Niðurlag

audrum vid toku ad hann hae

Athugasemd

Vantar aftan af, endar í Þjófabálki (8. kap.).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
152 blöð ().
Umbrot

  

Ástand

Vantar blað á eftir bl. 24, en einnig vantar aftan af handriti.

Skreytingar

Upphafsstafir bálka mjög skreyttir með gyllingu, blómamynstri og þess háttar, sennilega gert erlendis.

Upphafsstafir kafla eru settir í stað annarra sem þurrkaðir hafa verið út.

Upphafsstafir í ýmsum litum.

Rauðritaðar fyrirsagnir.

Bl. 89r: Á neðri spássíu er skjaldarmerki, en innan í því er fangamark.

Band

 

Fylgigögn

Einn seðill (106 mm x 132 mm) með hendi Árna Magnússonar: Kristinréttur (Árna biskups). Jónsbók. 4to non admodum vetustus codex. Bókina fékk ég af Justits Raad Rostgaard, en hann keypti hana 1696 í Leyden í Hollandi, in auctione Jacobi Golii, í hverri Catalogo hún ranglega kallast: Leges Norvegicæ et Islandicæ, tum politicæ tum ecclesiasticæ, charactere islandico contracto descriptæ.

Á fremra spjaldblaði stendur: Fridericus Rostgaard* enit Viginti florensis Hollandici et duodecimi folidii in Auctione Librorum Manoscriptorum Jacobi Golij, qva habita est Lugduni Batavorum Anno 1696. mense octobri. *pro Amicum suum Nobilissimus Juvenem Olaum Wormium Matthiæ filium hunc Codicem emit. Einnig stendur á 2 saurblaði: Leges Norvegicæ et Islandicæ tum Politicæ, tum Ecclesiasticæ, charactere Islandico cntracto descriptæ.

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til c1520-1560 (sjá  ONPRegistre , bls. 446), en til 16. aldar í  Katalog I , bls. 435.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið hjá Frederik Rostgaard en hann keypti það á uppboði á bókum Jacobs Goliusar í Leyden í Hollandi árið 1696 (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 3. apríl 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 435-36 (nr. 818). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 25. október 1886. GI skráði 5. júní 2002.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Halldór Hermannsson
Titill: Illuminated manuscripts of the Jónsbók, Islandica
Umfang: 28
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Wolf, Kirsten
Titill: Arkiv för nordisk filologi, Saga heilagrar Önnu - en orientering
Umfang: 109
Titill: Saga heilagrar Önnu
Ritstjóri / Útgefandi: Wolf, Kirsten
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Bókagerð Ara lögmanns Jónssonar, Gripla
Umfang: 19
Titill: Rómverja saga
Ritstjóri / Útgefandi: Þorbjörg Helgadóttir
Lýsigögn
×

Lýsigögn