Manuscript Detail
AM 148 4to
There are currently no images available for this manuscript.
Jónsbók Réttarbætur, lagaákvæði og lagaformálar Kirkjuskipanir; Iceland, 1490-1510
Contents
Jónsbók
Bl. 1r upprunalega autt.
Réttarbætur, lagaákvæði og lagaformálar
Meðal efnis: Gamli sáttmáli og kirkjuskipun Jóns Sigurðssonar biskups frá 1345, um frillur presta.
Registur yfir Mannhelgi
“Registur yfer mannhelge”
Bl. 114v upprunalega autt.
Kristinréttur Árna biskups
Óheilt.
Aftan við eru ýmis viðbótarákvæði.
Bl. 115r upprunalega autt.
Physical Description
- Vantar eitt blað á eftir blaði 130.
- Skorið af handriti.
Skrautstafir í upphafi bálka skaddaðir vegna afskurðar.
Upphafsstafir í ýmsum litum.
Rauðritaðar fyrirsagnir.
- Texti á bl. 114v er viðbót frá því um 1600.
- Nöfn á eigendum, mannanfn og athugasemdir hér og þar á spássíum.
- Á neðri spássíu á bl. 89v er með óæfðri hendi frá því um 1600 skrifaðar tvær línur af viðlagi vikivakakvæðis.
- Einn seðill (105 mm x 125 mm) með hendi Árna Magnússonar: “Jónsbók. Réttarbætur fáeinar. Formula qvædam Juridicæ. Réttarbætur fleiri. statutum Jóns biskups 1345. Kristinréttur (Árna biskups). Statuta Magnuss og Arna biskupa. Þessa bók hefi ég fengið af Eiríki Gíslasyni (prests að Krossi í Landeyjum) og hafði faðir hans átt hana (síra Gísli Eiríksson). Er in 4to.”
- Annar seðill (162 mm x 102 mm): “Þessa bók fékk ég fyrst til láns af síra Jóni Torfasyni, en hann hafði fengið hana til láns af Sigurði Gíslasyni (prests forðum á Krossi í Landeyjum). Eiríkur Gíslason eignaði sér bókina, og seldi mér svo hana síðan. Er hún svo nú mín.”
- Fremst er bréf frá Jóni Vigfússyni síðar biskupi til Gísla Eiríkssonar, ársett 1674 (sjá Fornbréfasafn I).
- Lýsing Jóns Sigurðssonar liggur laus hjá.
History
Tímasett til um 1500 í Katalog I, bls. 432 (sjá einnig ONPRegistre, bls. 446).
Árni Magnússon fékk handritið hjá séra Eiríki Gíslasyni á Krossi í Landeyjum, en faðir hans Gísli Eiríksson átti það áður (sbr. seðil og bl. 1r og 115r).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 15. október 1974.
Additional
Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.