Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 147 4to

Heynesbók ; Ísland, 1525-1550

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-89r)
Jónsbók
Upphaf

Magnús með Guðs miskunn …

Niðurlag

… þó til fullra aura.

Athugasemd

Á nokkrum blöðum eru göt sem skerða textann; oftast aðeins lítillega.

Efnisorð
2 (89r-111v)
Réttarbætur m. fl.
Athugasemd

Texti ritaður með rauðum lit er víða nánast horfinn (sjá nánar í ástandslýsingu handrits).

Efnisorð
2.1 (89r-100v)
Staðfesting Kristjáns konungs II á réttarbótum Hákonar konungs
Titill í handriti

Hér hefur upp réttardiktir […]

Upphaf

Með vottum og handsölum …

Niðurlag

… eður synji með lir[…]ar eyði.

Efnisorð
2.2 (100v-103v)
Alþingissamþykktir
Titill í handriti

Nokkrar samþykktir Íslendinga á [alþ]ingi [… … ]

Upphaf

Að enginn skuli bera uppbundinn kníf …

Niðurlag

… konungs erfðum.

Athugasemd

Blað 104r-v er autt.

Efnisorð
2.3 (105r-107r)
Langaréttarbót
Upphaf

Ef maður vill selja …

Niðurlag

… en lögtekinn í Íslandi.

Efnisorð
2.4 (107r-107v)
Gamli sáttmáli
Titill í handriti

Bréf um sátt á Íslandi

Upphaf

Í nafni föður og sonar og anda heilags …

Niðurlag

… verður af yðar hendi.

Efnisorð
2.5 (107v-109v)
Stóri-dómur
Upphaf

… [… …] og kvenna að frændsemi og mægðum sem til eru greindar í þeim gömlu kirkjulögum …

Niðurlag

… sem honum með ráðinu lýst gagnligast landinu.

Athugasemd

Upphaf textans ritað með rauðu er afmáð að mestu og því illlæsilegt.

Efnisorð
2.6 (109v)
Búalög
Upphaf

Í gömlum Búalögum …

Niðurlag

… og eru þá vii merkur fyrir […]

Athugasemd

Eitt ákvæði úr lögunum.

Texti ritaður með rauðu á undan lögunum er nánast ólæsilegur (sjá 109v).

Efnisorð
2.7 (110r-110v)
Um lyktir staðamála
Titill í handriti

Réttarbót Eiríks konungs um staði á Íslandi

Upphaf

Eiríkur með Guðs miskunn …

Niðurlag

… undir vort signi […]gefið.

Efnisorð
2.8 (110v)
Um tíund og ljóstoll
Upphaf

Ef maður […] xii mánuði svo hann tíundar ei rétt …

Niðurlag

… gjaldist […] […]dag er sekur vi aurum

Efnisorð
3 (112r-133v)
Kristinréttur Árna biskups
Upphaf

Pín skal ba[…] hvert er borið verður …

Niðurlag

… hálft ker en hálft […]

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 133 blöð + i (152-157 mm x 110-129 mm). Blöð 104 og 111 eru auð fyrir utan merki um fyrri texta sem skafinn hefur verið upp.
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerkt (síðar); yfirleitt á öðru hverju blaði (rektohlið), sbr. 1, 3, 5, 7…. 259, 261, 263, 265 og 266 (síðasta blað er síðumerkt beggja vegna); ýmist eru blaðsíður merktar í hægra horn efst eða neðst í hægra horn (sjá t.d. bls. 201-211 eða blöð 101r-106r).

Kveraskipan

Nítján kver.

  • Kver I: blöð 1-5, 2 tvinn + 1 stakt blað.
  • Kver II: blöð 6-13, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 14-20, 3 tvinn + 1 stakt blað.
  • Kver IV: blöð 21-26, 3 tvinn.
  • Kver V: blöð 27-38, 6 tvinn.
  • Kver VI: blöð 39-48, 5 tvinn.
  • Kver VII: blöð 49-58, 5 tvinn.
  • Kver VIII: blöð 59-68, 5 tvinn.
  • Kver IX:blöð 69-76, 4 tvinn.
  • Kver X: blöð 77-85, 4 tvinn + 1 stakt blað.
  • Kver XI: blöð 86-88, 1 tvinn + 1 stakt blað.
  • Kver XII: blöð 89-92, 2 tvinn.
  • Kver XIII: blöð 93-97, 2 tvinn + 1 stakt blað.
  • Kver XIV: blöð 98-103, 3 tvinn.
  • Kver XV: blöð 104-107, 2 tvinn.
  • Kver XVI: blöð 108-111, 2 tvinn.
  • Kver XVII: blöð 112-119, 4 tvinn.
  • Kver XVIII: blöð. 120-127, 4 tvinn.
  • Kver XIX: blöð 128-133, 3 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 115-122 mm x 95-102 mm.
  • Fyrirsagnir eru með rauðum lit (sbr. t.d. 100v).
  • Litaðir upphafsstafir eru við upphaf kafla (sjá t.d. 4r).

Ástand

  • Blöð eru víða skert vegna afskurðar. Teikningar á spássíum eru af þessum sökum oft töluvert skertar, sbr. t.d. á blöðum 57v-58r.
  • Blað 14 er uppskafningur en þar má sjá leifar af eldri skrift sem skafin hefur verið burt.

    Blöð 93r-111v eru einnig uppskafningar. Á blöðum 104 og 111, sem ekki hafa verið skrifuð á ný má nokkuð greinilega sjá merki um upprunalegu skriftina.

  • Blöð eru sum dökk og skítug, sbr. blað 1r.
  • Fyrirsagnir og texti í rauðum lit eru oft illlæsilegur (sbr. t.d. 25r, 26v og 107v-108r).
  • Göt eru á blöðum 5, 9, 14, 31, 48, 50, 51, 75, 103, 109 og 130. Flest götin skerða textann aðeins lítillega, sbr. textann á blaði 5; önnur eru aðeins stærri eins og gatið á blaði 9.
  • Morknað hefur úr jöðrum blaða og sums staðar hafa horn þeirra morknað eða brotnað af (sjá t.d. blöð 39, 95, 108).

Skrifarar og skrift

  • Skrifari blaða 86r-88v er óþekktur, kansellískrift.

Skreytingar

  • Frásagnarmyndir með ýmsum fígúrum, staðsettar á neðri spássíu (sjá t.d. blöð 57v-58r og 70v-75r.

  • Upphafsstafur í upphafi bálka með manna- og/eða dýramyndum; grunnlitur stafanna er yfirleitt grænn en myndin í ljósgrænum -gulum og -rauðum litbrigðum (sjá t.d. á blöðum 8r, 81v og 89r).

  • Upphafsstafir með „ófígúratífu“ skrauti í ýmsum litum eru í upphafi kafla, sbr. t.d. á blöðum 6v-7r.

  • Rauðritaðar fyrirsagnir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Band

Forvörsluband (167 null x 151 null x 75 null).

Spjöld eru klædd fínofnum striga. Horn og kjölur klædd skinni, saumað á móttök.

Eldra band, fylgir með í öskju (178 null x 140 null x 70 null).

Pappír með marmaramynstri er á kápuspjöldum; skinn á hornum og kili. Blár safnmarksmiði er á kili.

Fylgigögn

  • Tveir fastir seðlar fremst með hendi Árna Magnússonar: á fremri seðli (85 mm x 133 mm) eru upplýsingar um innihald og aðföng (Jónsbók. Vantar sums staðar í. Réttarbætur nokkrar. Kristinréttur Árna biskups R[éttar]bótarusl í annað þvílíkt með nýrri hendi. 4to komin til mín frá Bjarna Sigurðssyni á Heynesi.) Á aftari seðli (70 mm x 85 mm) eru sömuleiðis upplýsingar um aðföng: (Frá Bjarna Sigurðssyni í Heynesi.
  • Nákvæm efnislýsing Jóns Sigurðssonar liggur með í öskju.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi.

Meginhluti þess (blöð 1r-13v, 21r-85v, 89r-92v og 112r-133v) er tímasettur á bilinu ca 1525-1550 (sbr. ONPRegistre , bls. 445), en til loka 15. aldar í  Katalog I , bls. 431. Handritið er að hluta til uppskafningur. Á blöðum 93r-111v var áður Ragnars saga loðbrókar (brot), sem skrifuð var á 15. öld en skafin upp og skrifuð á ný ca 1600 (sbr. ONPRegistre , bls. 445 og Katalog I , bls. 432).

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá Bjarna Sigurðssyni á Heynesi árið 1709 (sbr. seðla).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 6. maí 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

BS lagfærði XML 27. október 2022. VH endurskráði handritið 26. febrúar 2009; lagfærði í nóvember 2010 DKÞ grunnskráði 18. júlí 2003. Kålund gekk frá handritinu til skráningar 2. nóvember 1886 Katalog I bls. 431-432 (nr. 812).

Viðgerðarsaga

Viðgert í Kaupmannahöfn í febrúar 1973 til mars 1974. Nákvæm lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi ásamt lýsingu á kveraskiptingu.

Handritið var nýinnbundið þegar það var skráð í spjaldaskrá á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi (án dags.). Gamalt band fylgdi.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen 2. maí 1973.

Notaskrá

Höfundur: Hansen, Anne Mette
Titill: Om AM 687 D 4to : en dokumentationsrapport,
Umfang: s. 219-233
Höfundur: Magerøy, Ellen Marie
Titill: , Islandsk hornskurd. Drikkehorn fra før "brennevinstiden"
Umfang: Supplementum 7
Höfundur: Halldór Hermannsson
Titill: , Icelandic illuminated manuscripts of the middle ages
Umfang: 7
Höfundur: Halldór Hermannsson
Titill: Illuminated manuscripts of the Jónsbók, Islandica
Umfang: 28
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: , Völsunga saga ok Ragnars saga Loðbrókar
Ritstjóri / Útgefandi: Olsen, Magnus
Umfang: 36
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Höfundur: Svavar Sigmundsson
Titill: , Handritið Uppsala R:719
Umfang: s. 207-220
Titill: , Íslenskar bænir fram um 1600
Ritstjóri / Útgefandi: Svavar Sigmundsson
Umfang: 96
Titill: Danish kings and the Jomsvikings in the greatest saga of Óláfr Tryggvason
Ritstjóri / Útgefandi: Ólafur Halldórsson
Lýsigögn
×

Lýsigögn