Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 379 b fol.

Nova et accurata Islandiæ delineatio

Innihald

1
Nova et accurata Islandiæ delineatio
Titill í handriti

NOVA ET ACCURATA ISLANDIÆ DELINEATIO Auctore THEODORO THORLACIO Islando 1670

Athugasemd

Myndir af sjávardýrum eru í láréttum reit efst á kortinu, skjaldarmerki Íslands, flattur þorskur borinn af tveimur fuglum, í efra hægra horni, titill þar fyrir neðan og skjöldur með táknmyndum og tileinkun til Kristjáns konungs V í neðra vinstra horni.

Efnisorð
2
Lofkvæði til Kristjáns konungs V
Athugasemd

Skrifað í fjóra dálka neðan við kortið, á latínu, dönsku og íslensku með rúnaletri og venjulegu letri.

Í handritaskrá Jóns Ólafssonar úr Grunnavík eru nefnd fleiri kort með þessu sem nú eru hér ekki (sbr. AM 477 fol.).

Tungumál textans
Latin
Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
1 blað (950 mm x 690 mm).
Umbrot

Band

Innrammað.

Uppruni og ferill

Uppruni

Gert af Þórði Þorlákssyni biskupi árið 1670.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 27. nóvember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I bls. 298, (nr. 537). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í janúar 1886. DKÞ skráði 19. ágúst 2001.

Viðgerðarsaga

Viðgert í febrúar - mars 1995. Með fylgdi nákvæm lýsing á ljósmyndun og viðgerð.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Jón Ólafsson
Titill: Safn til íslenskrar bókmenntasögu,
Ritstjóri / Útgefandi: Guðrún Ingólfsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir
Umfang: 99
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn