Skráningarfærsla handrits

AM 256 fol.

Ættartölubók um forfeður manna á Íslandi ; Ísland, 1700-1725

Innihald

1 (1r-155v)
Ættartölubók um forfeður manna á Íslandi
Höfundur

Jón Gunnlaugsson

Titill í handriti

Ættar tølu Book | Vmm ForFedur Manna A Iſlande

Efnisorð
1.1 (1r-3r)
Formáli
Athugasemd

Höfundurinn skrifar undir Jön Gunnlaugſson, Skiølldulffstødum þann 9 Octobris Anno 1684. Þar aftan við er viðbót um að Sigurður Jónsson á Höskuldsstöðum í Breiðadal hafi endurritað verkið árið 1691.

Efnisorð
1.3 (3r)
Lofkvæði

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
155 blöð (315 mm x 206 mm).
Umbrot

Einungis skrifað á versósíður, rektósíður skildar eftir auðar, að bl. 1-2 undanteknum þar sem skrifað er bæði á rektó- og versósíður.

Nótur

Leifar af nótum á bókfelli í bandi.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Víða viðbætur á rektósíðum með hendi Árna Magnússon og annarra.

Band

Spjöld og kjölur klædd bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti með leifum af nótum.

Fylgigögn

Fastur seðill (159 mm x 105 mm)með hendi Árna Magnússonar: Eftir ættartölubók Jóns Þorlákssonar sýslumanns. Og er integrum volumen in folio. Contulit annus. [með dekkra bleki:] I.T.S 1699 stendur utan á bandinu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til upphafs 18. aldar í Katalog I , bls. 236.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 17. febrúar 1976.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 236 (nr. 412). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í janúar 1886. DKÞ skráði 26. júlí 2001.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Halldór Guðmundsson, norðlenzkur maður, Opuscula
Umfang: IV
Lýsigögn
×

Lýsigögn