Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 249 n fol.

Latneskt rímtal ; Ísland, 1200-1300

Innihald

1 (1r-4v)
Rímtal (latneskt)
Athugasemd

Brot úr rímtali fyrir mánuðina febrúar-maí og október-desember.

Inn í rímtalið hafa síðar verið ritaðar föstureglur á íslensku og nokkur mannanöfn við dánardægur. Enn fremur nokkrar yngri athugagreinar.

Efnisorð
2 (4v-4v)
Talbyrðingur
Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
4 blöð (238 mm x 166 mm).
Umbrot

Ástand

Nokkuð hefur verið skorið utan af blöðunum og þau bera þess merki að hafa verið notuð í bókband.

Skrifarar og skrift

Tvær hendur að mestu.

Skreytingar

Rauðir, brúnir og grænir upphafsstafir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Inn í rímtalið eru ritaðar með höndum frá gamalli tíð föstureglur á íslensku og nokkur mannanöfn við dánardægur. Enn fremur nokkrar yngri athugagreinar með 17. aldar höndum.

Band

  mm x mm x mm

Fylgigögn

Umbúðir, sem eru samanbrotið fólíóblað úr danskri lögbók frá um 1700, með hendi Árna Magnússonar: Utan af kveri sem átt hafði síra Vigfús Guðbrandsson. Hefur óefað fyrrum heyrt Vatsfjarðarkirkju til. Hér er á hönd síra Jóns Loftssonar síra Jóns Arasonar.

Uppruni og ferill

Uppruni

Með hendi séra Jóns Loftssonar og séra Jóns Arasonar (sjá umbúðir) og tímasett til 13. aldar í  Katalog I , bls. 230 (sjá einnig tímasetningu í  ONPregistreistre , bls. 439).

Ferill

Árni Magnússonsegir á umbúðum að blöðin hafi verið utan af kveri sem átt hafði séra Vigfús Guðbrandsson og áður heyrt til Vatnsfjarðarkirkju.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 22. júní 1992.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 230-231 (nr. 402). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í janúar 1886. Haraldur Bernharðsson skráði 25. janúar 2001.

Viðgerðarsaga

Yfirfarið og hreinsað í apríl 1992.

Viðgert 1968.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Titill: Plácidus saga,
Umfang: 31
Lýsigögn
×

Lýsigögn