Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 249 l fol.

Rímtal (latneskt) ; Ísland, 1175-1200

Innihald

1 (1r-3v)
Rímtal (latneskt)
Athugasemd

Mars og apríl (óheilt) á bl. 1, maí og júní á bl. 2, nóvember og desember á bl. 3.

Efnisorð
2 (3v-4v)
Talbyrðingur
Athugasemd

Latneskum orðum ásamt íslenskum þýðingum skotið inn á milli dálka í talbyrðingnum. Talbyrðingurinn og skýringargreinar við rímtalið eru á íslensku.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
4 blöð (240 mm x 163 mm).
Kveraskipan

Tvö tvinn: 1+4 og 2+3.

Ástand

Skorið hefur verið af bl. 1 svo að eftir stendur ekki nema innsti þriðjungur þess. Hin blöðin eru einnig sködduð, einkum bl. 2, en skorið hefur verið af ytri spássíu þess.

Skreytingar

Rauðir upphafsstafir.

Rauðritaðar fyrirsagnir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Latneskum orðum ásamt íslenskum þýðingum skotið inn á milli dálka í talbyrðingnum, með sömu hendi og orðskýringar í GKS 1812 IV 4to.
  • Á neðri spássíum á bl. 1v og 2v eru brot úr latneskum bænum með yngri hendi.

Band

mm x mm x mm

Fylgigögn

Fastur seðill (157 mm x 107 mm) með hendi Árna Magnússonar þar sem hann segir að þessi blöð hafi fylgt AM 415 4to, en þau eiga ekki heima þar: Þetta fragmentum calendariu lá saman við það fragmentum, sem á er langfeðgatal. Series Abbatum Annalar etc. En heyrir ekki þar til. Er þó í álíka formi. Hér á eru glossæ nokkrar gamlar, Latino-Islandicæ.

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til loka 12. aldar í  Katalog I , bls. 230. Íslensku orðskýringarnar á 3v-4v eru hins vegar tímasettar til c1190 (sjá  ONPregistreistre , bls. 439).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 22. júlí 1992.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 230 (nr. 400). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í janúar 1886. Haraldur Bernharðsson skráði 23. janúar 2001.

Viðgerðarsaga

Yfirfarið og hreinsað í apríl 1992.

Viðgert 1968.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.

Notaskrá

Höfundur: Rode, Eva
Titill: , Et fragment af en prædiken til askeonsdag
Umfang: s. 44-61
Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson
Titill: Sýnisbók íslenskrar skriftar
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Höfundur: Sverrir Tómasson
Titill: Gripla, Ferðir þessa heims og annars
Umfang: 12
Lýsigögn
×

Lýsigögn