Skráningarfærsla handrits

AM 218 fol.

Árna saga biskups ; Ísland, 1600-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-27v)
Árna saga biskups
Titill í handriti

Sagan af Árna biskupi Þorlákssyni

Athugasemd

Sami texti og í AM 217 a fol.

Tungumál textans
íslenska
Efnisorð
2 (27v)
Lausavísur
Athugasemd

Þrjár vísur um Árna biskup, samdar 1650.

Sami texti og í AM 217 a fol. og sömu vísur.

Tungumál textans
íslenska
Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Vatnsmerki 1: Aðalmerki: Dárahöfuð með 7 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross, 3 meðalstórir hringir og stafur // Ekkert mótmerki (bl. 2, 4, 6, 12-18, 20?, 25?).

Blaðfjöldi
i + 27 + i blað (322-325 mm x 204-208 mm).
Tölusetning blaða

Blaðmerking með svörtu bleki 1-27, síðari tíma viðbót.

Kveraskipan

6 kver:

  • Kver I: bl. 1-6 (1+6, 2+5, 3+4), 3 tvinn.
  • Kver II: bl. 17-8 (7+8), 1 tvinn.
  • Kver III: bl. 9-14 (9+14, 10+13, 11+12), 3 tvinn.
  • Kver IV: bl. 15-16 (15+16), 1 tvinn.
  • Kver V: bl. 17-23 (17+22, 18+21, 19+20, 23), 3 tvinn.
  • Kver VI: bl. 24-27 (24+27, 25+26), 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 240 mm x 150 mm.
  • Línufjöldi er 48-52.
  • Griporð, pennaflúruð.
  • Umbrot/skipulag er mjög snyrtilegt.

Ástand
  • Handritið er í slæmu ásigkomulagi.
  • Mikið um vatnsskemmdir og nokkur blöð eru skorin.
  • Bl. 1 skemmt af fúa en er með gamalli viðgerð.
  • Mikið um gamlar viðgerðir, við jaðar og kjöl.
  • Bleksmitun.
Skrifarar og skrift

Ein hönd, kansellískrift.

Griporð skrifuð með fljótaskrift.

Það eru mörg sameiginleg einkenni með rithönd og í AM 113 d fol., jafnvel þó að umbrot og skrift í því handriti sé stærra og ekki eins snyrtilegt og þetta.

Skreytingar

Upphafstafir eru ca. 2-3 línur og eru blekdregnir skrautstafir.

Fyrirsagnir og fyrsta lína texta eru víðast með stærra letri en meginmálið.

Griporð, flúruð með hornalínu, stundum lykkju utanum - svipað og í AM 113 d fol.

Litlir bókahnútar í lok efnisgreinar.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Spássíugreinar, sumar með hendi skrifara, aðrar síðari tíma viðbót.
  • Árni Magnússon hefur skrifað fyrirsögn á strimil og límt á fyrstu síðuna (um 1720): Sagan Af Árna biskupi Þorlákssyni.

Band

Band frá 1976.

Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk.

Eldra pappaband (ca. 1771-1780) fylgir sem er frá tíma Jens Jacob Weber. Á bókarkápu er titill og safnmark skrifað með dökku bleki. Á kili eru tveir límmiðar, með safnmarki.

Fylgigögn

Tveir seðlar með hendi Árna Magnússonar:

  • Seðill 1 (30 mm x 198 mm): Sagan af Árna biskupi Þorlákssyni.
  • Seðill 2 (47 mm x 167 mm): Árna biskups saga Þorlákssonar, fengið af Jóni Daðasyni.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi. Tímasett til 17. aldar í Katalog I, bls. 176.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá Jóni Daðasyni (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 16. mars 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG fór yfir skráningu með gögnum frá BS, 14. febrúar 2024.
  • DKÞ skráði 4. maí 2001.
  • ÞÓS skráði 2. júlí 2020.
  • Tekið eftir Katalog I, bls. 176 (nr. 338). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 6. febrúar 1886.
Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júní 1976. Eldra band fylgir.

Gömul viðgerð á bl. 1.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: , Árna saga biskups
Ritstjóri / Útgefandi: Þorleifur Hauksson
Umfang: II
Lýsigögn
×

Lýsigögn