Skráningarfærsla handrits

AM 207 b fol.

Um Hungurvöku ; Danmörk, 1690-1710

Titilsíða

Pertinet ad Hungurvöku

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína

Innihald

(1r-64r)
Um Hungurvöku
Athugasemd

Minnisgreinar á lausum blöðum, innihaldandi fornfræðilegt, ættfræðilegt og staðfræðilegt efni.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 64 + i blöð (167 mm x 105 mm). Auð blöð: 10, 21, 35, 54 og 57. Auk þess eru versóhliðar margra blaða auðar.
Tölusetning blaða

Handritið hefur nýlega verið blaðmerkt með blýanti 1-64.

Kveraskipan
Handritið er skrifað á laus blöð.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Mismikið er skrifað á blöðin en leturflötur þeirra blaða sem eru fullskrifuð er ca 130-135 mm x 90 mm.
  • Línufjöldi er ca 3-15.

Ástand

  • Rifnað hefur neðan af ytra horni blaða 46-47 og neðan af bl. 49, en það skerðir ekki texta.
  • Bl. 52 og 58-62 sýnast upprunalega hafa verið sendibréf sem hafa verið skorin þannig að aðeins hluti er eftir af innihaldi þeirra.

Skrifarar og skrift

Með hendi Árna Magnússonar, árfljótaskrift.

Band

Band frá júní 1976 (175 mm x 128 mm x 28 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Fylgigögn

Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað í Kaupmannahöfn. Það er tímasett til um 1700 í Katalog I , bls. 171.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 25. mars 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P522.-28. desember 2009.
  • DKÞ færði inn grunnupplýsingar 25. apríl 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 3. febrúar 1886 (sjá Katalog I 1889:171 (nr. 325) .

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júní 1976. Eldra band fylgir.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Um Hungurvöku

Lýsigögn