Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 206 fol.

Biskupasögur ; Ísland, 1640-1660

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-7v)
Hungurvaka
Titill í handriti

Einn lítill bæklingur af fáum biskupum sem verið hafa á Íslandi þeim fyrstu, og hvörninn Skálholt var fyrst byggt og þar settur biskupsstóll og af hverjum það var tilsett og hvenær.

Upphaf

Bækling þennan kalla eg Hungurvöku …

Niðurlag

… og þolinmæði við óhlýðna menn og rangláta.

Efnisorð
2 (7v-15v)
Þorláks saga helga
Titill í handriti

Sagan af Þorláki biskupi helga

Upphaf

Þann tíma er stýrði Guðs kristni Anacletus páfi …

Niðurlag

… gimstein fyrir Guði og mikils ráðandi.

Efnisorð
3 (15v-21v)
Páls saga biskups
Titill í handriti

Frásögn hin sérligasta af Páli Jónssyni Skálholtsbiskupi og fleirum öðrum biskupum

Upphaf

Páll var son Jóns hins göfigasta manns Loptssonar …

Niðurlag

… gleðji almáttigur Guð hann í sífellu í eilífri dýrð. Amen.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam ( 2 , 4 , 6 , 8 , 10 , 13-14 , 16-17 , 21-23 ) // Mótmerki: Fangamark ET ( 1 , 3 , 5 , 7 , 9 , 12 , 15 , 18-20 ).

Blaðfjöldi
ii + 23 + ii blöð (300 mm x 198 mm). Auð blöð: 22-23.
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar, ýmist með rauðu bleki, svörtu eða blýanti.

Kveraskipan

Þrjú kver.

  • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 17-23, stakt blað og 3 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 250-253 mm x 170-173 mm.
  • Línufjöldi er 33-36.
  • Griporð.

Ástand

  • Bleksmitun er víða.
  • Blettir sem skerða texta örlítið á bl. 9-10.

Skrifarar og skrift

Með hendi séra Jóns Ólafssonar á Rauðasandi (Lambavatni), kansellískrift, nokkuð fornleg.

Skreytingar

Stafir í fyrirsögnum sagna og kafla eru fylltir með rauðum lit á bl. 1r, 2r-v, 4r, 5r, 6r-v, 7v, 15v.

Upphafsstafur litaður með rauðum lit á bl. 1r, 4r, 6r, 7v, 15v.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Spássíugreinar og leiðréttingar með hendi skrifara á bl. 3r, 5r, 6r.

Band

Band frá árunum 1772-1780 (303 mm x 200 mm x 9 mm). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Safnmark skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

fastur seðill (195 mm x 149 mm)með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um feril límdur á spjaldblað fremst: Hungurvaka. Þorláks biskups saga hins helga. Páls saga biskups. Úr bók frá Birni Péturssyni (Gísla Árnasyni) aftan við Grágás, Hákonarbók etc.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi. Það er tímasett til um 1650 í Katalog I , bls. 170. Handritið var áður hluti af stærri bók (sbr. seðil).

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið úr bók frá Birni Péturssyni (eða Gísla Árnasyni) (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. apríl 1985.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞÓS skráði 30. júní 2020.
  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P515.-21. desember 2009 og síðar.
  • DKÞ færði inn grunnupplýsingar 24. apríl 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 2. mars 1886 (sjá Katalog I 1889:170 (nr. 323) .

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Titill: , Byskupa sögur
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Umfang: 13:1
Titill: , Byskupa sögur
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Umfang: 13:2
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Bekker-Nielsen, Hans, Shook, L. K., Widding, Ole
Titill: The Lives of the Saints in Old Norse Prose: A Handlist, Mediaeval Studies
Umfang: s. 294-337
Titill: Biskupa sögur
Umfang: I-II
Lýsigögn
×

Lýsigögn