Manuscript Detail
AM 205 fol.
View ImagesBiskupasögur og ýmislegt annað um biskupa á miðöldum; Iceland, 1644

Special character shown similar to its original form.
Contents
“Einn lítill bæklingur af fáum biskupum sem verið hafa á Íslandi þeim fyrstu og hvörnin Skálholt var fyrst byggt og þar settur biskupsstóll og af hvörjum það var tilsett og nær.”
“Bækling þennan kalla eg Hungurvöku …”
“… við óhlýðna menn og rangláta. FINIS.”
“Sagan af Þorláki biskupi helga”
“þann tíma er stýrði Guðs kristni Anakletus páfi …”
“… fyrir Guði og mikils ráðandi. Finis.”
“Klausa úr sögu Guðmundar góða Hólabiskups um staði á Íslandi af hvörjum rökum þeir eru komnir undir andlegt vald frá leikum svo sem lesa má í sögu Árna biskups og þrætti á mót Rafn Oddsson riddari og aðrir leikmenn.”
“Virðuglegur herra heilagur Þorlákus, nýorðinn biskup …”
“… hjálpin öll af þér, í hjarta mér. Finis.”
Hluti sögunnar.
Kafli sem fjallar um uppruna deilu kirkjunnar manna og leikmanna um eigur kirkjunnar.
“Frásögn hin sérligasta af Páli Jónssyni Skálholtsbiskupi og fleirum biskupum”
“Páll var son Jóns hins göfuga manns Loptssonar Sæmundarsonar hins fróða …”
“… gleðji almáttugur Guð hann í sífellu í eilífri dýrð amen, amen.”
“Sagan af Jóni helga Ögmundarsyni fyrsta Hólabiskupi”
“Þann tíma byrjum vér frásögu af hinum heilaga Jóni biskupi …”
“… og báru til grafar heiðarliga jarðandi.”
“Nú hef eg skrifað þessa sögu alla, jarteikn læt eg undan falla, hefji oss Guð á himna palla. Anno 1644.”
“Á Íslandi hafa verið margir biskupar innlendir …”
“… Jörundur Þorsteinsson hann var biskup.”
“Þessir biskupar hafa verið í Skálholti”
“Þessir biskupar hafa verið Norðanlands á Hólum í Hjaltadal”
Sett upp í tvo dálka sem hvor hefur sína fyrirsögn.
Upptalningin nær frá Ísleifi Gissurarsyni og Jóni Ögmundssyni og hefur upprunalega endað á Brynjólfi Sveinssyni og Þorláki Skúlasyni en seinna hefur verið bætt við setningu um Brynjólf ásamt nöfnum Þórðar Þorlákssonar (Skálholti) og Gísla Þorlákssonar (Hólum). Nöfnum Jóns Vigfússonar og Einars Þorsteinssonar hefur svo verið bætt við með enn annarri hendi neðst í dálkinn um Hólabiskupa.
Var áður á milli Hungurvöku og Þorláks sögu en Árni Magnússon tók þaðan og setti aftast (sbr. seðil).
Physical Description
Pappír með vatnsmerkjum.
Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki með krossi umvafinn snáki, fangamark HS og kóróna // Ekkert mótmerki ( 1-2 , 5-6 , 9 , 11 , 13 , 34 , 36 , 38 , 40 , 42 , 44 ).
Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Hús með krossi og snáki // Ekkert mótmerki ( 15 , 17 , 19 , 21 , 23-24 , 29-32 , 46 , 51-54 , 57-59 , 61 , 65-67 , 69-70 ).
(Vatnsmerki, sérstaklega skýrt á fremra saurblaði aftast).Handritið hefur verið blaðmerkt síðar, sumt með rauðu bleki.
- Eindálka.
- Umbrot er mismunandi eftir því á hvorn pappírinn skrifað er.
- I: Blöð 1-13, 34-45 og 72:
Leturflötur er ca 232-235 mm x 140-143 mm.
Línufjöldi er 36-39.
- II: Blöð 14-33 og 46-71:
Leturflötur er ca 222-230 mm x 140-145 mm.
Línufjöldi er ca 31-34.
- Lok efnisþátta enda stundum í totu, bl. 1v, 32v, 45r.
- Eyða fyrir upphafsstaf á bl. 14r (leiðbeiningarstafur “Þ” er ritaður í eyðuna en ætti að vera “Í”), 34r, 46r.
Mestmegnis með hendi Jóns Gissurarsonar, léttiskrift.
Blað 72 með hendi Torfa Jónssonar, léttiskrift.
- Viðbætur á bl. 72v með óþekktri hendi, fljótaskrift.
- Nokkrar spássíugreinar með hendi séra Jóns Ólafssonar prests á Rauðasandi (sbr. seðil).
- Spássíugreinar með hendi Árna Magnússonar á bl. 9v og 33v.
Band líklega frá tímabilinu 1880 til 1920 (294 mm x 192 mm x 19 mm). Pappaspjöld klædd dökkum marmarapappír, leður á kili. Saurblöð tilheyra bandi.
Seðill (194 mm x 148 mm) með hendi Árna Magnússonar: “Hungrvaka. Þorlaks biskups saga. Ur Gudmundar biskups sogu excerptum 1. Caput. Pals saga biskups. Jons saga biskups, ens helga. De Episcopis Jslandiæ, frivola quondam. Series Episcoporum Jslandiæ exigui momenti [á eftir á að vera] þessa litilsverda series stöd ä bladi milli Hugrvoku og Þorlaks sogu. Eg tok hana þadan, og setti sidarst, i þetta volumen. Allt med hendi Jons Gissursonar, (fodur Sr Torfa i Bæ) og tekid ur þeirre bok er eg feck af Þorlake Þordarsyne. [á verso-síðu:] Þessar Biskupa sogu hafa vered i hondum Sr Jons Olafssonar, prestz ä raudasande, sem siä er af nockrum fám annotationibus in margine, hveriar med hans hende ritadar eru.”
History
- Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 17. aldar í Katalog I, bls. 169, en sennilega skrifað 1644 (sbr. bl. 71r).
- Handritið var áður hluti af stærri bók. Í henni kunna einnig að hafa verið handritin AM 109 fol. og AM 215 fol. (sbr. athugasemdÁrna Magnússonar í AM 389 4to).
Sjá má af spássíugreinum séra Jóns Ólafssonar prests á Rauðasandi að bókin sem handritið tilheyrði hefur verið í hans fórum (sbr. seðil, einnig seðil í AM 210 fol.). Árni Magnússon fékk bókina frá Þorláki Þórðarsyni og tók handritið úr henni (sbr. seðil, einnig seðil í AM 210 fol.).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 28. mars 1985.
Additional
- ÞÓS skráði 30. júní 2020.
- ÞS skráði 19.-20. janúar 2009 og síðar.
- DKÞfærði inn grunnupplýsingar 24. apríl 2001.
- Kålund gekk frá handritinu til skráningar í 25. nóvember 1885 (sjá Katalog I 1889:169-170 (nr. 322).
Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.