Skráningarfærsla handrits

AM 193 b fol.

Eiríks saga víðförla ; Ísland, 1686-1707

Innihald

(1r-5v)
Eiríks saga víðförla
Titill í handriti

Her hefr up Sǫgu Eiriks Widfor|la

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
5 blöð (317 mm x 206 mm).
Umbrot

Skrifarar og skrift

Ein hönd (bl. 5r viðbót með annarri hendi).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Bl. 5r innskotsblað með hendi Árna Magnússonar, líklega skrifað að Stangarlandi árið 1689 (MJ).

Band

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað af Ásgeiri Jónssyni og tímasett til um 1700 í Katalog I , bls. 160, en virkt skriftartímabil Ásgeirs var c1689-1707. Var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig hluta AM 34 fol., AM 67 a fol., AM 202 c fol., AM 193 a fol., AM 173 fol., AM 193 c fol., AM 193 e fol., AM 7 fol. og AM 17 fol. (sbr. AM 435 b 4to, bl. 5v-6v).

Ferill

Bókin sem handritið tilheyrði var nr. XIII í safni Þormóðs Torfasonar. Árni Magnússon fékk hana frá ekkju Þormóðs árið 1720 og tók í sundur (sbr.AM 435 b fol., bl. 6v og seðil í AM 202 c fol.)

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 7. maí 1985.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 160 (nr. 295). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 27. janúar 1886. DKÞ skráði 18. apríl 2001.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Fornaldar sögur Norðrlanda III.
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Titill: Eiríks saga víðförla,
Ritstjóri / Útgefandi: Jensen, Helle
Umfang: 29
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Heimtur: Ritgerðir til heiðurs Gunnari Karlssyni sjötugum, Skrifarinn Ásgeir Jónsson frá Gullberaströnd í Lundarreykjadal
Ritstjóri / Útgefandi: Guðmundur Jónsson, Helgi Skúli Kjartansson, Vésteinn Ólason
Umfang: s. 282-297
Lýsigögn
×

Lýsigögn